Innlent

Rósa Björk oddviti VG í Suðvesturkjördæmi

Kjartan Kjartansson skrifar
Rósa Björk var kjörinn á þing fyrir VG í þingkosningunum í fyrra.
Rósa Björk var kjörinn á þing fyrir VG í þingkosningunum í fyrra. Facebook-síða VG
Þingkonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir hlaut 88% atkvæða sem oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar á kjörfundi í kvöld. Ólafur Þór Gunnarsson skipar annað sætið á lista flokksins.

Kosið var um sæti á listanum á kjörfundi í Hafnarfirði í kvöld. Ólafur Þór hlaut 61% atkvæða í annað sætið.

Þriðja sætið skipar Una Hildardóttir. Hún vann aðra umferð atkvæðagreiðslu um sætið. Kosið var á milli hennar og Esterar Bíbíar Ásgeirsdóttur þar sem að enginn hlaut afgerandi meirihluta í fyrstu umferðinni.

Í fjórða sæti er Fjölnir Sæmundsson. Kosið var í tveimur umferðum um fimmta sætið sem Ester Bíbí hlaut og Margrét Pétursdóttir var kosin í sjötta sæti.

Kjörstjórn hefur svo strax vinnu við að stilla upp sætum 7-26 listans og lýkur henni á morgun, að því er segir í tilkynningu frá vinstri grænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×