„Hvers vegna er hægt að banna snjallsímanotkun á dönskum skólalóðum en ekki íslenskum?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. október 2017 10:45 Hanna Borg Jónsdóttir er lögfræðingur, barnabókahöfundur og nemi í kennslufræðum. Mikilvægt er að fræða nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur um afleiðingar snjalltækjanotkunar. Þetta segir Hanna Borg Jónsdóttir lögfræðingur, barnabókahöfundur og nemi í kennslufræðum í aðsendri grein á Vísi. Hún vinnur nú að rannsókn tengdu málinu. Hún vísar þar í þriggja ára gamlan úrskurð Umboðsmanns barna um að kennurum væri óheimilt að taka síma af nemendum því það brjóti á eignarétt þeirra. Hún vitnar einnig í frétt RÚV í síðustu viku þar sem fram kom að grunnskóli í Kaupmannahöfn hefur bannað nemendum með öllu að nota farsíma í skólanum næsta hálfa árið. Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla sagði í samtali við RÚV að óraunhæft væri að banna farsíma í skólum. Hanna Borg segir málið ekki svo einfalt, umboðsmaður hafi sagt að það megi vel finna lausnir og vitnar í úrskurðinn. „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið,“ segir í úrskurðinum.Skólar megi setja sínar skólareglur Hanna Borg segir að það brjóti gegn eignarétti og friðhelgi einkalífs ef sími sé tekinn af barni gegn vilja barnsins. „Hins vegar er ljóst að skólar mega setja sínar skólareglur og að nemendum ber að fara eftir þeim. Því mega vera önnur viðurlög en að taka símann ef ekki er farið eftir reglunum eins og t.d. að senda nemendann tafarlaust til skólastjórans og láta foreldra vita. Eins mega kennarar og skólastjórnendur vel gera samkomulag við nemendur um að snjallsímar skuli ekki notaðir á skólatíma og því vistaðir á vissum stað á meðan á skólatíma stendur en það er háð því að nemendur samþykki að fylgja því,“ skrifar hún. Lykillinn að því að fá nemendur og foreldra til að samþykkja slíkt bann sé fræðsla. Stutt sé síðan snjallsímar fóru að vera eins algengir og þeir eru. „Því eru rannsóknir og kannanir fyrst núna að verða marktækar, loksins er komin fram marktæk reynsla sem sýnir fram á afleiðingar mikillar notkunar snjallsíma. Staðreyndin er að þessi snjalltækjavæðing barna og ungmenna hefur neikvæð áhrif á félagslega færni þeirra, svefn, athyglisgáfu og á andlega og líkamlega heilsu. Þau tala minna saman, hittast minna, eru mun útsettari fyrir kvíða vegna sífellds samanburðar á samfélagsmiðlum, hreyfa sig minna og eru einangraðri.“Keppni um athygli barna Hanna segir auðvelt að falla í þá gryfju að leyfa barninu sínu eitthvað einfaldlega því allir hinir mega það. „Hversu margir foreldrar vilja í raun að 12 ára gamla barnið hafi símann límdan við lófann hvenær sem tækifæri gefst? Vitandi það að tækið gerir það að verkum að ef barnið hefur það ekki, þarf sífellt að karpa um það við barnið hvers vegna það megi ekki nota símann þá stundina. Myndu flestir foreldrar ekki frekar kjósa það að barnið færi sjálft út að leika sér heldur en að þurfa sífellt að nöldra um það við það?“ skrifar hún. „Sífellt stapp á milli foreldris og barns um snjallsímanotkun hefur áhrif á þeirra tengslamyndun og andrúmsloftið á heimilinu. Á svo að leggja það á kennarann líka? Að þurfa að eyða verðmætum tíma sínum í að sífellt að þurfa að eiga í stappi við nemendur um að láta símann vera. Það hefur ekki síður áhrif á sambandið milli kennara og nemenda, sem er svo mikilvægt, og einnig á andrúmsloftið í skólastofunni. Það bitnar á hverjum einasta nemanda í stofunni. Vill eitthvert foreldri í alvörunni halda því fram að það þurfi að geta náð í barnið sitt öllum stundum, þ.e. líka þegar barnið er í skólanum? Ef eitthvað sérstakt kemur upp á má alltaf hringja á skólaskrifstofuna og barnið er sótt í tíma.“Fíkn láti fólk kíkja á símann Hún bendir fullorðnum á að líta í eigin barm og athuga hvort fólk væri ekki til í að eyða minni tíma í símanum en það gerir. Einhverskonar fíkn láti fólk kíkja í símann og vera aðeins lengur en það hefði viljað. „Getum við ekki öll viðurkennt það að tækin hafa völd yfir okkur? Eða er það bara ég? Og ekki eru nú allir fullorðnir í tölvuleikjum/öppum og/eða á Snapchat, þar eru börnin heldur verr sett. Hvernig getum við ætlast til þess af börnunum að þau standist þessa löngun (sumir vilja segja fíkn) bara því við segjum þeim að gera það ef að við getum það ekki einu sinni sjálf.“ Hanna segir að fræðslu vanti og að allt skólasamfélagið þurfi að vera samstíga. Hún segir að ekki megi vanmeta hæfni barna til að skilja orsök og afleiðingar. „Hefja mætti hvert skólaár á því að kenna börnum um hverjar afleiðingar snjalltækjanotkunar geta verið og útskýra hvers vegna það er þeim fyrir bestu að vera án þeirra í skólunum. Að sjálfsögðu þyrfti líka að fara yfir gagnsemi tækjanna og vel ætti að vera hægt að nota sérstakar skólaspjaldtölvur í skólunum sem aðrar reglur gilda um.“ Hún segir ljóst að það vanti skýrari almenna stefnu hvað snjallsímanotkun í skólum varðar. „Því spyr ég mig, hvers vegna er hægt að banna snjallsímanotkun á dönskum skólalóðum en ekki íslenskum?“ Tengdar fréttir Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Mikilvægt er að fræða nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur um afleiðingar snjalltækjanotkunar. Þetta segir Hanna Borg Jónsdóttir lögfræðingur, barnabókahöfundur og nemi í kennslufræðum í aðsendri grein á Vísi. Hún vinnur nú að rannsókn tengdu málinu. Hún vísar þar í þriggja ára gamlan úrskurð Umboðsmanns barna um að kennurum væri óheimilt að taka síma af nemendum því það brjóti á eignarétt þeirra. Hún vitnar einnig í frétt RÚV í síðustu viku þar sem fram kom að grunnskóli í Kaupmannahöfn hefur bannað nemendum með öllu að nota farsíma í skólanum næsta hálfa árið. Helga Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla sagði í samtali við RÚV að óraunhæft væri að banna farsíma í skólum. Hanna Borg segir málið ekki svo einfalt, umboðsmaður hafi sagt að það megi vel finna lausnir og vitnar í úrskurðinn. „Í raun geta skólar ákveðið að banna alfarið slík tæki á skólatíma, ef þeir telja það nemendum fyrir bestu. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvernig hægt er að bregðast við ef að nemendur virða ekki þær reglur sem settar hafa verið,“ segir í úrskurðinum.Skólar megi setja sínar skólareglur Hanna Borg segir að það brjóti gegn eignarétti og friðhelgi einkalífs ef sími sé tekinn af barni gegn vilja barnsins. „Hins vegar er ljóst að skólar mega setja sínar skólareglur og að nemendum ber að fara eftir þeim. Því mega vera önnur viðurlög en að taka símann ef ekki er farið eftir reglunum eins og t.d. að senda nemendann tafarlaust til skólastjórans og láta foreldra vita. Eins mega kennarar og skólastjórnendur vel gera samkomulag við nemendur um að snjallsímar skuli ekki notaðir á skólatíma og því vistaðir á vissum stað á meðan á skólatíma stendur en það er háð því að nemendur samþykki að fylgja því,“ skrifar hún. Lykillinn að því að fá nemendur og foreldra til að samþykkja slíkt bann sé fræðsla. Stutt sé síðan snjallsímar fóru að vera eins algengir og þeir eru. „Því eru rannsóknir og kannanir fyrst núna að verða marktækar, loksins er komin fram marktæk reynsla sem sýnir fram á afleiðingar mikillar notkunar snjallsíma. Staðreyndin er að þessi snjalltækjavæðing barna og ungmenna hefur neikvæð áhrif á félagslega færni þeirra, svefn, athyglisgáfu og á andlega og líkamlega heilsu. Þau tala minna saman, hittast minna, eru mun útsettari fyrir kvíða vegna sífellds samanburðar á samfélagsmiðlum, hreyfa sig minna og eru einangraðri.“Keppni um athygli barna Hanna segir auðvelt að falla í þá gryfju að leyfa barninu sínu eitthvað einfaldlega því allir hinir mega það. „Hversu margir foreldrar vilja í raun að 12 ára gamla barnið hafi símann límdan við lófann hvenær sem tækifæri gefst? Vitandi það að tækið gerir það að verkum að ef barnið hefur það ekki, þarf sífellt að karpa um það við barnið hvers vegna það megi ekki nota símann þá stundina. Myndu flestir foreldrar ekki frekar kjósa það að barnið færi sjálft út að leika sér heldur en að þurfa sífellt að nöldra um það við það?“ skrifar hún. „Sífellt stapp á milli foreldris og barns um snjallsímanotkun hefur áhrif á þeirra tengslamyndun og andrúmsloftið á heimilinu. Á svo að leggja það á kennarann líka? Að þurfa að eyða verðmætum tíma sínum í að sífellt að þurfa að eiga í stappi við nemendur um að láta símann vera. Það hefur ekki síður áhrif á sambandið milli kennara og nemenda, sem er svo mikilvægt, og einnig á andrúmsloftið í skólastofunni. Það bitnar á hverjum einasta nemanda í stofunni. Vill eitthvert foreldri í alvörunni halda því fram að það þurfi að geta náð í barnið sitt öllum stundum, þ.e. líka þegar barnið er í skólanum? Ef eitthvað sérstakt kemur upp á má alltaf hringja á skólaskrifstofuna og barnið er sótt í tíma.“Fíkn láti fólk kíkja á símann Hún bendir fullorðnum á að líta í eigin barm og athuga hvort fólk væri ekki til í að eyða minni tíma í símanum en það gerir. Einhverskonar fíkn láti fólk kíkja í símann og vera aðeins lengur en það hefði viljað. „Getum við ekki öll viðurkennt það að tækin hafa völd yfir okkur? Eða er það bara ég? Og ekki eru nú allir fullorðnir í tölvuleikjum/öppum og/eða á Snapchat, þar eru börnin heldur verr sett. Hvernig getum við ætlast til þess af börnunum að þau standist þessa löngun (sumir vilja segja fíkn) bara því við segjum þeim að gera það ef að við getum það ekki einu sinni sjálf.“ Hanna segir að fræðslu vanti og að allt skólasamfélagið þurfi að vera samstíga. Hún segir að ekki megi vanmeta hæfni barna til að skilja orsök og afleiðingar. „Hefja mætti hvert skólaár á því að kenna börnum um hverjar afleiðingar snjalltækjanotkunar geta verið og útskýra hvers vegna það er þeim fyrir bestu að vera án þeirra í skólunum. Að sjálfsögðu þyrfti líka að fara yfir gagnsemi tækjanna og vel ætti að vera hægt að nota sérstakar skólaspjaldtölvur í skólunum sem aðrar reglur gilda um.“ Hún segir ljóst að það vanti skýrari almenna stefnu hvað snjallsímanotkun í skólum varðar. „Því spyr ég mig, hvers vegna er hægt að banna snjallsímanotkun á dönskum skólalóðum en ekki íslenskum?“
Tengdar fréttir Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Miklu betra að kaupa handa þeim gamaldags takkasíma Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir segir mikilvægt að foreldrar og skólarnir séu í samstilltu átaki þegar kemur að snjallsímanotkun því nauðsynlegt sé að setja viðmiðunarreglur. 3. október 2017 09:00