Gaukur mynstrar sig á Pírataskútuna Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2017 15:04 Gaukur kominn um borð í Pírataskipið. Kosningarnar ber brátt að og framboðin eru nú í óða önn við að skipa í sín lið í slag sem er í raun þegar hafin. Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ráðið sig á Pírataskútuna sem sérlegur kosningaráðgjafi. Flokkarnir eru nú í óða önn við að raða í lið sín í kosningabaráttuna sem að þessu sinni ber brátt að, slagur sem í raun er þegar hafinn, enda aðeins mánuður í kosningar.Þaulvanur í framboðsmálum Píratar hafa krækt önglum sínum í Gauk, sem hefur meðal annars það á afrekaskránni að hafa verið helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Jón Gnarr og allt hans pólitíska vafstur sem hlýtur að teljast sannkölluð sigurganga, auk þess sem hann kom dægurstjörnunni Silvíu Nótt rækilega á kortið. Þá kom hann einnig að kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Gaukur segist hafa veitt slíka þjónustu til hinna ýmsu stjórnmálaflokka og framboða í gegnum tíðina. „Mér lýst þannig á Pírata í dag, fannst þetta flokkur sem ég gæti kosið, í fyrsta skipti. En ég hef ekki kosið þá áður. Þetta er eini flokkurinn sem talar um mál sem ekki snúa bara að næstu mánuðum, heldur næstu áratugum. Framtíðarmál.“Helgi Hrafn ferskur andblær Gaukur tók því vel í það þegar til hans var leitað með að ganga til liðs við framboðið. Hann segir spurður það ekki svo vera að það sé skilyrði af sinni hálfu að pólitísk sannfæring fylgi, en það sé ekki verra. „Ég útiloka ekki að ég gæti starfað fyrir eitthvað og einhvern sem ég tengi ekki við með slíkum hætti. En, það væri erfiðara.“ Gaukur segir til dæmis að hann hafi ekki tekið að sér neina ráðgjöf fyrir síðustu kosningar, þó eftir því hafi verið leitað. „En, ef við viljum fá einhverja á þessu hringli þá eru Píratar sannarlega með ýmsar lausnir og hugmyndir. Þetta er nútímalegur miðjuflokkur. Og svo er Helgi Hrafn Gunnarsson kominn aftur, einhver ferskasti andblær sem hægt er að hugsa sér, í það minnsta sé litið til þessara kosninga.“ Kosningar 2017 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ráðið sig á Pírataskútuna sem sérlegur kosningaráðgjafi. Flokkarnir eru nú í óða önn við að raða í lið sín í kosningabaráttuna sem að þessu sinni ber brátt að, slagur sem í raun er þegar hafinn, enda aðeins mánuður í kosningar.Þaulvanur í framboðsmálum Píratar hafa krækt önglum sínum í Gauk, sem hefur meðal annars það á afrekaskránni að hafa verið helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Jón Gnarr og allt hans pólitíska vafstur sem hlýtur að teljast sannkölluð sigurganga, auk þess sem hann kom dægurstjörnunni Silvíu Nótt rækilega á kortið. Þá kom hann einnig að kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Gaukur segist hafa veitt slíka þjónustu til hinna ýmsu stjórnmálaflokka og framboða í gegnum tíðina. „Mér lýst þannig á Pírata í dag, fannst þetta flokkur sem ég gæti kosið, í fyrsta skipti. En ég hef ekki kosið þá áður. Þetta er eini flokkurinn sem talar um mál sem ekki snúa bara að næstu mánuðum, heldur næstu áratugum. Framtíðarmál.“Helgi Hrafn ferskur andblær Gaukur tók því vel í það þegar til hans var leitað með að ganga til liðs við framboðið. Hann segir spurður það ekki svo vera að það sé skilyrði af sinni hálfu að pólitísk sannfæring fylgi, en það sé ekki verra. „Ég útiloka ekki að ég gæti starfað fyrir eitthvað og einhvern sem ég tengi ekki við með slíkum hætti. En, það væri erfiðara.“ Gaukur segir til dæmis að hann hafi ekki tekið að sér neina ráðgjöf fyrir síðustu kosningar, þó eftir því hafi verið leitað. „En, ef við viljum fá einhverja á þessu hringli þá eru Píratar sannarlega með ýmsar lausnir og hugmyndir. Þetta er nútímalegur miðjuflokkur. Og svo er Helgi Hrafn Gunnarsson kominn aftur, einhver ferskasti andblær sem hægt er að hugsa sér, í það minnsta sé litið til þessara kosninga.“
Kosningar 2017 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira