Biggi lögga gefur kost á sér á lista Framsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 20:36 Birgir Örn Guðjónsson er genginn til liðs við Framsóknarflokkinn. Vísir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi Lögga, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Framsóknarflokksins. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Enn á eftir að samþykkja framboðslista Framsóknar og því ekki vitað að svo stöddu hvort Birgir verði á þeim. í Facebook-færslunni segir hann að það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að velja sér flokk. „Eftir að hafa hugsað mig um og skoðað málin ákvað ég að bjóða mig fram á lista hjá þeim flokki sem stóð að því að losa fjölskylduna mína úr skuldasnörunni eftir hrunið. Flokknum sem tók ekki nei sem svar. Ég mun því bjóða mig fram á lista hjá Framsóknarflokknum. Ég fann samsvörun í stefnunni þeirra og líst ótrúlega vel á fólkið þar,“ skrifar Birgir. Hann segir vinnu sína í lögreglunni til margra ára hafa gefið sér tækifæri til að sjá margar hliðar af samfélaginu. „Sumar af þeim hliðum líta vel út, en sumar eru laskaðar og aðrar hreinlega hrundar. Ég tel mig hafa margt fram að færa fyrir samfélagið og ég er tilbúinn að skella mér í vinnugallann.“ Hann segir bankahrunið og óréttlætið sem hans heimili og önnur fundu fyrir í kjölfar þess hafa kveikt eld innra með sér. „Þá gat ég ekki haldið aftur að mér og fór þá að tjá mig um hlutina. Einhverra hluta vegna fóru margir að hlusta á það sem ég sagði. Kannski var það vegna þess að fólk fann samsvörun í orðum mínum og stöðu,“ skrifar Birgir en framboðsyfirlýsingu hans má lesa í heild hér fyrir neðan: Kosningar 2017 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi Lögga, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Framsóknarflokksins. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Enn á eftir að samþykkja framboðslista Framsóknar og því ekki vitað að svo stöddu hvort Birgir verði á þeim. í Facebook-færslunni segir hann að það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að velja sér flokk. „Eftir að hafa hugsað mig um og skoðað málin ákvað ég að bjóða mig fram á lista hjá þeim flokki sem stóð að því að losa fjölskylduna mína úr skuldasnörunni eftir hrunið. Flokknum sem tók ekki nei sem svar. Ég mun því bjóða mig fram á lista hjá Framsóknarflokknum. Ég fann samsvörun í stefnunni þeirra og líst ótrúlega vel á fólkið þar,“ skrifar Birgir. Hann segir vinnu sína í lögreglunni til margra ára hafa gefið sér tækifæri til að sjá margar hliðar af samfélaginu. „Sumar af þeim hliðum líta vel út, en sumar eru laskaðar og aðrar hreinlega hrundar. Ég tel mig hafa margt fram að færa fyrir samfélagið og ég er tilbúinn að skella mér í vinnugallann.“ Hann segir bankahrunið og óréttlætið sem hans heimili og önnur fundu fyrir í kjölfar þess hafa kveikt eld innra með sér. „Þá gat ég ekki haldið aftur að mér og fór þá að tjá mig um hlutina. Einhverra hluta vegna fóru margir að hlusta á það sem ég sagði. Kannski var það vegna þess að fólk fann samsvörun í orðum mínum og stöðu,“ skrifar Birgir en framboðsyfirlýsingu hans má lesa í heild hér fyrir neðan:
Kosningar 2017 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira