Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2017 06:00 SS Porta var systurskip flutningaskipsins SS Minden sem liggur á hafsbotni undan Íslandsströndum. Mynd/Wikipedia „Hér með áskiljum við okkur allan rétt með tilliti til SS Minden og allra hluta eignarinnar sem þegar eru fundnir eða kunna að finnast,“ segir í bréfi skipafélagsins Hapag-Lloyd til Umhverfisstofnunar. Hapag-Lloyd er alþjóðlegt skipafélag með höfuðstöðvar í Hamborg í Þýskalandi. Í bréfi félagsins til Umhverfisstofnunar segir að það hafi orðið þess áskynja í gegn um fjölmiðla að breska fyrirtækið Advanced Marine Services óski leyfis til að rjúfa gat á skrokk SS Minden til að geta náð út boxi með verðmætum málmi í póstherbergi flutningaskipsins. AMS hefur ekki sagt hver hinn verðmæti málmur er talinn vera. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að miðað við rúmmál kistunnar og miðað við að innihaldið sé gull gæti verðmætið numið yfir 12 milljörðum króna.Hapag-Lloyd yfirtók á árinu 1970 þýska skipafélagið Norddeutscher Lloyd sem gerði út SS?Minden. Áhöfn SS?Minden sökkti skipinu í september 1939 til að forða því frá að falla í hendur breskra herskipa sem sóttu að því á fyrstu dögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Fulltrúar AMS sendu kafbát niður að flaki SS Minden í apríl í vor en voru stöðvaðir af Landhelgisgæslu Íslands. Bíður fyrirtækið enn ákvörðunar um starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til að ljúka leiðangrinum. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur suðaustur af Íslandi. Bragi Dór Hafþórsson, lögmaður AMS hér á Íslandi, segir í bréfi til Umhverfisstofnunar að hvorki AMS né Umhverfisstofnun sé í stöðu til að meta hver sé eigandi SS Minden og farms þess. Verðmætin verði flutt til Bretlands. „Líkt og áður hefur komið fram í samskiptum okkar þá er það ætlun umbjóðanda míns, komi í ljós að verðmæti sé að finna í flakinu, að skila þeim til breskra yfirvalda, nánar tiltekið „UK Reciever of Wreck“. Er þar um að ræða stjórnvald innan landhelgisgæslunnar þar í landi sem hefur það hlutverk að rannsaka og skera úr um hver sé eigandi flaks eða þeirra verðmæta sem finnast í flaki,“ rekur Bragi. „Ef hið bæra stjórnvald kemst að þeirri niðurstöðu að flakið eða farmur þess tilheyri tilteknum eiganda þá er verðmætunum skilað til þess aðila gegn því að finnandi eigi rétt á björgunarlaunum sem ákveðin eru af stjórnvaldinu í samræmi við almennar reglur.“ Þá leggur Bragi á það áherslu að Umhverfisstofnun gefi ekki upp staðsetningu SS Minden. „Þá er það ítrekað að trúnaður ríki um nákvæma staðsetningu flaksins, líkt og áður hefur margoft komið fram og samþykkt hefur verið með bréfi Umhverfisstofnunar,“ undirstrikar hann. Almennur frestur til athugasemda við útgáfu starfsleyfis til handa AMS vegna SS Minden rann út 15. september. Engar athugasemdir bárust fyrir utan bréf Hapag-Lloyd. „Þetta bréf er ætlað til þess að upplýsa ykkur um, að sem eigendur SS Minden höfum við áhuga á framvindu aðgerðaráætlunar AMS varðandi SS Minden og að fá vitneskju um fyrirætlun þeirra varðandi sérhver verðmæti sem AMS kanna að finna eða fjarlægja úr skipinu,“ segir Hapag-Lloyd. Kassinn í póstherberginu „AMS hefur fundið kassa sem er í svokölluðu póstherbergi (e. mailroom) undir efsta þilfari skipsins í skut þess. Kassinn er 100x45x45 cm að stærð og því aðeins stærri heldur en ferðataska. Hefur AMS þegar komist inn í herbergið og er kassinn, sem AMS telur að geti geymt verðmæti, upp við styrktan vegg sem snýr að stafni skipsins.“Úr starfsleyfisumsókn lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Stofnanir hafa ekkert að athuga við fjársjóðsleit í Minden Enginn fjögurra opinberra aðila sem sent hafa Umhverfisstofnun umsögn gerir athugasemd við útgáfu leyfis til bresks félags sem leitar verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Minjastofnun segir að lögin nái ekki yfir skipsflakið. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
„Hér með áskiljum við okkur allan rétt með tilliti til SS Minden og allra hluta eignarinnar sem þegar eru fundnir eða kunna að finnast,“ segir í bréfi skipafélagsins Hapag-Lloyd til Umhverfisstofnunar. Hapag-Lloyd er alþjóðlegt skipafélag með höfuðstöðvar í Hamborg í Þýskalandi. Í bréfi félagsins til Umhverfisstofnunar segir að það hafi orðið þess áskynja í gegn um fjölmiðla að breska fyrirtækið Advanced Marine Services óski leyfis til að rjúfa gat á skrokk SS Minden til að geta náð út boxi með verðmætum málmi í póstherbergi flutningaskipsins. AMS hefur ekki sagt hver hinn verðmæti málmur er talinn vera. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að miðað við rúmmál kistunnar og miðað við að innihaldið sé gull gæti verðmætið numið yfir 12 milljörðum króna.Hapag-Lloyd yfirtók á árinu 1970 þýska skipafélagið Norddeutscher Lloyd sem gerði út SS?Minden. Áhöfn SS?Minden sökkti skipinu í september 1939 til að forða því frá að falla í hendur breskra herskipa sem sóttu að því á fyrstu dögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Fulltrúar AMS sendu kafbát niður að flaki SS Minden í apríl í vor en voru stöðvaðir af Landhelgisgæslu Íslands. Bíður fyrirtækið enn ákvörðunar um starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til að ljúka leiðangrinum. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur suðaustur af Íslandi. Bragi Dór Hafþórsson, lögmaður AMS hér á Íslandi, segir í bréfi til Umhverfisstofnunar að hvorki AMS né Umhverfisstofnun sé í stöðu til að meta hver sé eigandi SS Minden og farms þess. Verðmætin verði flutt til Bretlands. „Líkt og áður hefur komið fram í samskiptum okkar þá er það ætlun umbjóðanda míns, komi í ljós að verðmæti sé að finna í flakinu, að skila þeim til breskra yfirvalda, nánar tiltekið „UK Reciever of Wreck“. Er þar um að ræða stjórnvald innan landhelgisgæslunnar þar í landi sem hefur það hlutverk að rannsaka og skera úr um hver sé eigandi flaks eða þeirra verðmæta sem finnast í flaki,“ rekur Bragi. „Ef hið bæra stjórnvald kemst að þeirri niðurstöðu að flakið eða farmur þess tilheyri tilteknum eiganda þá er verðmætunum skilað til þess aðila gegn því að finnandi eigi rétt á björgunarlaunum sem ákveðin eru af stjórnvaldinu í samræmi við almennar reglur.“ Þá leggur Bragi á það áherslu að Umhverfisstofnun gefi ekki upp staðsetningu SS Minden. „Þá er það ítrekað að trúnaður ríki um nákvæma staðsetningu flaksins, líkt og áður hefur margoft komið fram og samþykkt hefur verið með bréfi Umhverfisstofnunar,“ undirstrikar hann. Almennur frestur til athugasemda við útgáfu starfsleyfis til handa AMS vegna SS Minden rann út 15. september. Engar athugasemdir bárust fyrir utan bréf Hapag-Lloyd. „Þetta bréf er ætlað til þess að upplýsa ykkur um, að sem eigendur SS Minden höfum við áhuga á framvindu aðgerðaráætlunar AMS varðandi SS Minden og að fá vitneskju um fyrirætlun þeirra varðandi sérhver verðmæti sem AMS kanna að finna eða fjarlægja úr skipinu,“ segir Hapag-Lloyd. Kassinn í póstherberginu „AMS hefur fundið kassa sem er í svokölluðu póstherbergi (e. mailroom) undir efsta þilfari skipsins í skut þess. Kassinn er 100x45x45 cm að stærð og því aðeins stærri heldur en ferðataska. Hefur AMS þegar komist inn í herbergið og er kassinn, sem AMS telur að geti geymt verðmæti, upp við styrktan vegg sem snýr að stafni skipsins.“Úr starfsleyfisumsókn lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Stofnanir hafa ekkert að athuga við fjársjóðsleit í Minden Enginn fjögurra opinberra aðila sem sent hafa Umhverfisstofnun umsögn gerir athugasemd við útgáfu leyfis til bresks félags sem leitar verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Minjastofnun segir að lögin nái ekki yfir skipsflakið. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Tillaga að leitarleyfi í Minden Þess var farið á leit að leyfisveitingin yrði afgreidd með hraði, helst á tímabilinu 1. til 7. maí, vegna þess kostnaðar sem felst í því að hafa skipið Seabed Constructor á leigu. 16. ágúst 2017 06:00
Stofnanir hafa ekkert að athuga við fjársjóðsleit í Minden Enginn fjögurra opinberra aðila sem sent hafa Umhverfisstofnun umsögn gerir athugasemd við útgáfu leyfis til bresks félags sem leitar verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Minjastofnun segir að lögin nái ekki yfir skipsflakið. 28. júlí 2017 06:00