Lögmannafélagið krefst betri réttarverndar fyrir hælisleitendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. október 2017 06:00 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélagsins, telur fyrirkomulag við meðferð hælisumsókna hér á landi á ystu nöf. Vísir/GVA Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira