Lögmannafélagið krefst betri réttarverndar fyrir hælisleitendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. október 2017 06:00 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélagsins, telur fyrirkomulag við meðferð hælisumsókna hér á landi á ystu nöf. Vísir/GVA Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira