Skandinavískur stíll á Selfossi Guðný Hrönn skrifar 7. október 2017 12:30 Guðbjörg Ester er 27 ára Selfyssingur sem hefur brennandi áhuga á innanhússhönnun. vísir/anton brink Guðbjörg Ester Einarsdóttir starfar sem lögregluþjónn en í frítíma sínum hefur hún gaman af því að spá í innanhússhönnun. Heimili Guðbjargar og unnusta hennar er ansi flott en þeim hefur tekist að koma sér vel fyrir í nýju húsi sem þau keyptu í sumar. „Við Árni Felix Gíslason, unnusti minn, fluttum í nýtt hús í maí. Við erum búin að vera dunda okkur við koma okkur fyrir og gera allt fínt síðustu mánuði,“ segir Guðbjörg sem hefur ástríðu fyrir innanhússhönnun.Flest húsgögn heimilisins koma úr IKEA.vísir/antpn brinkGuðbjörg er dugleg við að breyta til á heimilinu með því að færa til hluti raða húsgögnum og stofustássi upp á nýtt. „Ég er alltaf með nýjar pælingar og nýjar hugmyndir sem mig langar að framkvæma. Það þarf ekki alltaf að kaupa eitthvað nýtt til að breyta, það er nóg að finna nýjan stað fyrir hlutina og þá kemur nýr blær á heimilið.“Louis Poulsen-ljósið fyrir ofan eldhúsborðið er í miklu uppáhaldi hjá Guðbjörgu.vísir/anton brinkSkandinavískur stíll einkennir heimili Guðbjargar og Árna enda versla þau mikið í IKEA. „Ég kaupi nánast öll húsgögn í sænska risanum IKEA. Þær vörur hafa reynst mér mjög vel, þær eru fallegar og alls ekki of dýrar. Epal er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, en þangað fer ég oft til að kaupa fallega smáhluti eins og ljós, kertastjaka og þess háttar. Søstrene Grene er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, yndislegir smáhlutir á lítinn pening.“Guðbjörg lýsir stílnum á heimilinu sem skandinavískum með mínímalískum blæ.vísir/anton brinkGuðbjörg er virk á samfélagsmiðlinum Instagram en þar deilir hún gjarnan myndum af heimili þeirra Árna. Hún vonast til að myndirnar veiti öðrum fagurkerum innblástur.„Þegar við Árni keyptum húsið okkar byrjaði ég að leita mér innblásturs á Instagram.“ „Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í húsinu byrjaði ég að taka myndir og deila þeim á minni Instagram-síðu og er búin að fá góðar undirtektir síðan þá. Það er það skemmtilega við þetta – að veita öðrum innblástur. Svo er þetta líka mjög góð leið til að halda húsinu alltaf hreinu,“ segir hún og hlær. Hús og heimili Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Guðbjörg Ester Einarsdóttir starfar sem lögregluþjónn en í frítíma sínum hefur hún gaman af því að spá í innanhússhönnun. Heimili Guðbjargar og unnusta hennar er ansi flott en þeim hefur tekist að koma sér vel fyrir í nýju húsi sem þau keyptu í sumar. „Við Árni Felix Gíslason, unnusti minn, fluttum í nýtt hús í maí. Við erum búin að vera dunda okkur við koma okkur fyrir og gera allt fínt síðustu mánuði,“ segir Guðbjörg sem hefur ástríðu fyrir innanhússhönnun.Flest húsgögn heimilisins koma úr IKEA.vísir/antpn brinkGuðbjörg er dugleg við að breyta til á heimilinu með því að færa til hluti raða húsgögnum og stofustássi upp á nýtt. „Ég er alltaf með nýjar pælingar og nýjar hugmyndir sem mig langar að framkvæma. Það þarf ekki alltaf að kaupa eitthvað nýtt til að breyta, það er nóg að finna nýjan stað fyrir hlutina og þá kemur nýr blær á heimilið.“Louis Poulsen-ljósið fyrir ofan eldhúsborðið er í miklu uppáhaldi hjá Guðbjörgu.vísir/anton brinkSkandinavískur stíll einkennir heimili Guðbjargar og Árna enda versla þau mikið í IKEA. „Ég kaupi nánast öll húsgögn í sænska risanum IKEA. Þær vörur hafa reynst mér mjög vel, þær eru fallegar og alls ekki of dýrar. Epal er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, en þangað fer ég oft til að kaupa fallega smáhluti eins og ljós, kertastjaka og þess háttar. Søstrene Grene er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, yndislegir smáhlutir á lítinn pening.“Guðbjörg lýsir stílnum á heimilinu sem skandinavískum með mínímalískum blæ.vísir/anton brinkGuðbjörg er virk á samfélagsmiðlinum Instagram en þar deilir hún gjarnan myndum af heimili þeirra Árna. Hún vonast til að myndirnar veiti öðrum fagurkerum innblástur.„Þegar við Árni keyptum húsið okkar byrjaði ég að leita mér innblásturs á Instagram.“ „Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í húsinu byrjaði ég að taka myndir og deila þeim á minni Instagram-síðu og er búin að fá góðar undirtektir síðan þá. Það er það skemmtilega við þetta – að veita öðrum innblástur. Svo er þetta líka mjög góð leið til að halda húsinu alltaf hreinu,“ segir hún og hlær.
Hús og heimili Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“