Sundrung, upplausn og óvissa til umræðu í Víglínunni Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 11:28 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stendur í ströngu þessa dagana. Ekki bara við undirbúning alþingiskosninga eftir fjórar vikur heldur glímir hann einnig við upplausn í eigin flokki því nánast daglega berast fréttir af úrsögnum forystufólks og almennra flokksmanna úr flokknum víðs vegar um land. Sigurður Ingi verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna innan Framsóknarflokksins og hvað formaðurinn telur að flokkurinn hafi fram að færa á næsta kjörtímabili. Stjórnmálaflokkarnir munu allir ljúka frágangi framboðslista sinna nú um helgina og fyrir lok komandi viku. Vinstri græn hafa verið hástökkvarar kannanna undanfarnar vikur og mælst með allt að 30 prósenta fylgi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins sækist eftir fyrsta sætinu í suðvesturkjördæmi (Kraganum) sem er eina kjördæmið þar sem fram fer forval hjá flokknum fyrir komandi kosningar. Rósa Björk mætir í seinni hluta Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur mælst ágætlega í könnunum að undanförnu og fengi kjörna fulltrúa á þing samkvæmt þeim. En Viðreisn á hins vegar á brattan að sækja og nær samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar ekki fulltrúum á Alþingi. Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins stendur í ströngu þessa dagana. Ekki bara við undirbúning alþingiskosninga eftir fjórar vikur heldur glímir hann einnig við upplausn í eigin flokki því nánast daglega berast fréttir af úrsögnum forystufólks og almennra flokksmanna úr flokknum víðs vegar um land. Sigurður Ingi verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag. Þar verður farið yfir stöðuna innan Framsóknarflokksins og hvað formaðurinn telur að flokkurinn hafi fram að færa á næsta kjörtímabili. Stjórnmálaflokkarnir munu allir ljúka frágangi framboðslista sinna nú um helgina og fyrir lok komandi viku. Vinstri græn hafa verið hástökkvarar kannanna undanfarnar vikur og mælst með allt að 30 prósenta fylgi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður flokksins sækist eftir fyrsta sætinu í suðvesturkjördæmi (Kraganum) sem er eina kjördæmið þar sem fram fer forval hjá flokknum fyrir komandi kosningar. Rósa Björk mætir í seinni hluta Víglínunnar ásamt Þorsteini Víglundssyni þingmanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkur fólksins hefur mælst ágætlega í könnunum að undanförnu og fengi kjörna fulltrúa á þing samkvæmt þeim. En Viðreisn á hins vegar á brattan að sækja og nær samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar ekki fulltrúum á Alþingi. Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira