Sigurður Pálsson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2017 09:53 Sigurður Pálsson var meðal þeirra tólf Íslendinga sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í upphafi árs. Vísir/Stefán Sigurður Pálsson rithöfundur er látinn 69 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gærkvöldi. Sigurður greindist með ólæknandi krabbamein í brjósthimnu, svonefndan asbestkrabba, fyrir um þremur árum. Sigurður Pálsson fæddist 30. júlí 1948 á Skinnastað í N-Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne og lauk þaðan maîtrise-gráðu og D.E.A. (fyrri hluti doktorsgráðu). Sigurður kenndi við Leiklistarskóla Íslands 1975–1978 en sinnti síðustu ár kennslu við ritlistardeild Háskóla Íslands. Fyrsta ljóðabók Sigurðar, Ljóð vega salt, kom út árið 1975.Sigurður Pálsson hefur verið unnandi verka Jónasar Hallgrímssonar allt frá því í æsku. Hér er hann með verðlaunin frá því í fyrra.Vísir/Anton BrinkSigurður fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember í fyrra. Í umsögn dómnefndar um Sigurð sagði:Á löngum ferli hefur Sigurður fengist við tungumálið úr öllum áttum, af dirfsku og frumleika. Fyrir fyrstu bókina í endurminningaþríleik sínum, Minnisbók (2007), hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sigurður er einnig eitt vinsælasta leikskáld þjóðarinnar en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir handrit sitt að Utan gátta (2008). Þá hefur Sigurður alla tíð verið mikilvirkur þýðandi og eru þýðingar hans úr frönsku ómetanlegt innlegg í flóru íslenskra bókmennta. Hér má nefna ljóð eftir Paul Éluard og Jacques Prévert og nú síðast skáldsögu franska Nóbelsverðlaunahafans Patricks Modiano. Árið 2007 sæmdi Frakklandsforseti Sigurð riddarakrossi Frönsku Heiðursorðunnar (Chevalier de l’Ordre National du Mérite) fyrir framlag hans við kynningu á franskri menningu á Íslandi.Kristín og Sigurður að störfum í leikhúsinu. Ef okkur kæmi ekki saman þá væri þetta skelfilegt, sagði Kristín um samstarfið við eiginmanninn.vísir/valliEn það er sama hvort Sigurður Pálsson skrifar skáldsögur, leikrit eða gengur upp Bankastræti: Hann er alltaf ljóðskáld. Ljóðabækur hans eru nú orðnar 16 talsins og heitir sú nýjasta Ljóð muna rödd. Strax í þeim fyrstu orti skáldið um ljóðvegina. En ólíkt venjulegri vegagerð sem stefnir að því að fletja út og fara stystu leið taka vegirnir sem Sigurður hefur lagt um tungumálið óvænta stefnu.Sigurður flutti ávarp þegar hann tók við verðlaununum og sagðist meðal annars ekki geta hugsað sér betra kompaní en Jónas. Ávarp Sigurðar má lesa í heild hér. Magnús Guðmundsson ræddi við Sigurð í helgarblaði Fréttablaðsins í nóvember í fyrra þar sem Sigurður kom meðal annars inn á veikindi sín og að hann syngi áfram um lífið. „Ég hygg að á margan hátt hafi ég verið ágætlega undirbúinn fyrir þetta verkefni. Þetta kom bara inn í eitthvað heildarviðhorf sem er lífsgleði. Ég syng áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til, ég er ekki að gera lítið úr honum. Ég er heldur ekki að gera lítið úr óréttlætinu,“ sagði Sigurður.Sigurður og Kristín, eins og Bonnie og Clyde, sagði Sigurður um þessa mynd sem er tekin í París í apríl 1979.Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Þau hjónin sögðu frá samstarfi sínu í viðtali við Fréttablaðið árið 2015. Þar kom fram að þeim hjónum félli vel samvinnan í leikhúsinu. Kristín sagðist ekki geta ímyndað sér betri höfund að vinna með því Sigurður skildi leikhúsið – nærveru og fjarveru þegar sviðsetningin tæki við. Sigurður benti á að þetta hefði verið mikilvægur þáttur í hans menntun í leikhúsfræðum við Sorbonne. „Leikritahöfundur skrifar og er ábyrgur fyrir listaverkinu leikrit en uppfærsla leikrits er annað og sjálfstætt listaverk og þar er ábyrgðaraðilinn leikstjórinn. Sýningin verður að hafa sitt sjálfstæði og leikstjóri fá svigrúm til þess að bera ábyrgð á sínu listaverki,“ sagði Sigurður. Kristín bætti við um samstarfið: „Ef okkur kæmi ekki saman þá væri þetta skelfilegt. En ég virði og treysti því verki sem hann hefur skrifað og við megum bæði koma með tillögur til hvort annars – hann er til staðar þegar ég bið hann um það og hann kann að sleppa. Sigurður PálssonVísir/StefánTilkynning frá Forlaginu vegna fráfalls Sigurðar Sigurður Pálsson fæddist 30. júlí 1948 á Skinnastað í N-Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði frönskunám í Toulouse og París og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne. Hann hefur einnig lokið námi í kvikmyndasleikstjórn. Sigurður hefur fengist við ýmis störf í gegnum tíðina. Hann hefur verið fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og unnið við sjónvarp og kvikmyndir. Sigurður hefur þó einkum fengist við ritstörf og þýðingar um langt skeið. Hann var forseti Alliance Française um skeið og formaður Rithöfundasambands Íslands. Sigurður var einn af Listaskáldunum vondu 1976. Fjölmargar ljóðabækur hafa birst á prenti eftir Sigurð, sú fyrsta kom út 1975 undir heitinu Ljóð vega salt. Ljóðabókin Ljóð námu völd var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1993, Sigurður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók árið 2007 og hafði þá áður verið tilnefndur fyrir ljóðabækurnar Ljóðlínuskip (1995) og Ljóðtímaleit (2001). Sigurður hefur einnig ritað skáldsögur og fengist við leikritasmíð, skrifað sjónvarps- og útvarpshandrit og óperutexta. Ljóðabækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg erlend tungumál, m.a. búlgörsku og kínversku. Árið 1994 kom út tvítyngd útgáfa ljóða hans hjá Editions de la Différence í París í þýðingu Régis Boyer, deildarforseta Skandínavísku deildar Sorbonne-háskóla. Stórt úrval ljóða Sigurðar í enskri þýðingu árið 2014 undir titlinum Inside Voices, Outside Light. Sigurður var valinn borgarlistamaður Reykjavíkurborgar á tímabilinu 1987-1990, var veittur riddarakross Orðu lista og bókmennta (Chevalier de l'Ordre des Arts et des Lettres) af menningarmálaráðherra Frakklands árið 1990, og Frakklandsforseti sæmdi hann riddarakrossi Frönsku heiðursorðunnar (Chevalier l'Ordre National du Mérite) árið 2007. Hann hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2016. Á nýársdag 2017 veitti forseti Íslands Sigurði Fálkaorðuna fyrir framlag til íslenskra bókmennta og menningar. Vorið 2017 veittu Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands Sigurði Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd en hún hefur nú verið þýdd á dönsku og norsku og útgáfa í þeim löndum væntanleg. Úrval ljóða hans, Mit hus, kom út hjá danska bókaforlaginu Vandkunsten í vor og hefur það að geyma ljóð úr fimmtán bókum Sigurðar sem komu út á árunum 1975 til 2012 í þýðingu Erik Skyum Nielsen. Í byrjun árs 2018 er væntanleg síðasta þýðing Sigurðar, Dora Bruder eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn Patrick Modiano. Tengdar fréttir Ég get varla hugsað mér betra kompaní en Jónas Sigurður Pálsson hlaut í gær, á Degi íslenskrar tungu, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni birtir Fréttablaðið hér þakkarávarp Sigurðar frá því í gær með góðfúslegu leyfi skáldsins. 17. nóvember 2016 10:30 Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. 16. nóvember 2016 16:00 Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00 Ljóð Sigurðar Pálssonar seljast og seljast og seljast og seljast Fáheyrt er að ljóðabók vegni eins vel á markaði og ný bók Sigurðar. 23. nóvember 2016 15:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Sigurður Pálsson rithöfundur er látinn 69 ára að aldri eftir langvinn veikindi. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gærkvöldi. Sigurður greindist með ólæknandi krabbamein í brjósthimnu, svonefndan asbestkrabba, fyrir um þremur árum. Sigurður Pálsson fæddist 30. júlí 1948 á Skinnastað í N-Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne og lauk þaðan maîtrise-gráðu og D.E.A. (fyrri hluti doktorsgráðu). Sigurður kenndi við Leiklistarskóla Íslands 1975–1978 en sinnti síðustu ár kennslu við ritlistardeild Háskóla Íslands. Fyrsta ljóðabók Sigurðar, Ljóð vega salt, kom út árið 1975.Sigurður Pálsson hefur verið unnandi verka Jónasar Hallgrímssonar allt frá því í æsku. Hér er hann með verðlaunin frá því í fyrra.Vísir/Anton BrinkSigurður fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember í fyrra. Í umsögn dómnefndar um Sigurð sagði:Á löngum ferli hefur Sigurður fengist við tungumálið úr öllum áttum, af dirfsku og frumleika. Fyrir fyrstu bókina í endurminningaþríleik sínum, Minnisbók (2007), hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sigurður er einnig eitt vinsælasta leikskáld þjóðarinnar en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir handrit sitt að Utan gátta (2008). Þá hefur Sigurður alla tíð verið mikilvirkur þýðandi og eru þýðingar hans úr frönsku ómetanlegt innlegg í flóru íslenskra bókmennta. Hér má nefna ljóð eftir Paul Éluard og Jacques Prévert og nú síðast skáldsögu franska Nóbelsverðlaunahafans Patricks Modiano. Árið 2007 sæmdi Frakklandsforseti Sigurð riddarakrossi Frönsku Heiðursorðunnar (Chevalier de l’Ordre National du Mérite) fyrir framlag hans við kynningu á franskri menningu á Íslandi.Kristín og Sigurður að störfum í leikhúsinu. Ef okkur kæmi ekki saman þá væri þetta skelfilegt, sagði Kristín um samstarfið við eiginmanninn.vísir/valliEn það er sama hvort Sigurður Pálsson skrifar skáldsögur, leikrit eða gengur upp Bankastræti: Hann er alltaf ljóðskáld. Ljóðabækur hans eru nú orðnar 16 talsins og heitir sú nýjasta Ljóð muna rödd. Strax í þeim fyrstu orti skáldið um ljóðvegina. En ólíkt venjulegri vegagerð sem stefnir að því að fletja út og fara stystu leið taka vegirnir sem Sigurður hefur lagt um tungumálið óvænta stefnu.Sigurður flutti ávarp þegar hann tók við verðlaununum og sagðist meðal annars ekki geta hugsað sér betra kompaní en Jónas. Ávarp Sigurðar má lesa í heild hér. Magnús Guðmundsson ræddi við Sigurð í helgarblaði Fréttablaðsins í nóvember í fyrra þar sem Sigurður kom meðal annars inn á veikindi sín og að hann syngi áfram um lífið. „Ég hygg að á margan hátt hafi ég verið ágætlega undirbúinn fyrir þetta verkefni. Þetta kom bara inn í eitthvað heildarviðhorf sem er lífsgleði. Ég syng áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til, ég er ekki að gera lítið úr honum. Ég er heldur ekki að gera lítið úr óréttlætinu,“ sagði Sigurður.Sigurður og Kristín, eins og Bonnie og Clyde, sagði Sigurður um þessa mynd sem er tekin í París í apríl 1979.Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. Þau hjónin sögðu frá samstarfi sínu í viðtali við Fréttablaðið árið 2015. Þar kom fram að þeim hjónum félli vel samvinnan í leikhúsinu. Kristín sagðist ekki geta ímyndað sér betri höfund að vinna með því Sigurður skildi leikhúsið – nærveru og fjarveru þegar sviðsetningin tæki við. Sigurður benti á að þetta hefði verið mikilvægur þáttur í hans menntun í leikhúsfræðum við Sorbonne. „Leikritahöfundur skrifar og er ábyrgur fyrir listaverkinu leikrit en uppfærsla leikrits er annað og sjálfstætt listaverk og þar er ábyrgðaraðilinn leikstjórinn. Sýningin verður að hafa sitt sjálfstæði og leikstjóri fá svigrúm til þess að bera ábyrgð á sínu listaverki,“ sagði Sigurður. Kristín bætti við um samstarfið: „Ef okkur kæmi ekki saman þá væri þetta skelfilegt. En ég virði og treysti því verki sem hann hefur skrifað og við megum bæði koma með tillögur til hvort annars – hann er til staðar þegar ég bið hann um það og hann kann að sleppa. Sigurður PálssonVísir/StefánTilkynning frá Forlaginu vegna fráfalls Sigurðar Sigurður Pálsson fæddist 30. júlí 1948 á Skinnastað í N-Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði frönskunám í Toulouse og París og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne. Hann hefur einnig lokið námi í kvikmyndasleikstjórn. Sigurður hefur fengist við ýmis störf í gegnum tíðina. Hann hefur verið fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og unnið við sjónvarp og kvikmyndir. Sigurður hefur þó einkum fengist við ritstörf og þýðingar um langt skeið. Hann var forseti Alliance Française um skeið og formaður Rithöfundasambands Íslands. Sigurður var einn af Listaskáldunum vondu 1976. Fjölmargar ljóðabækur hafa birst á prenti eftir Sigurð, sú fyrsta kom út 1975 undir heitinu Ljóð vega salt. Ljóðabókin Ljóð námu völd var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1993, Sigurður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók árið 2007 og hafði þá áður verið tilnefndur fyrir ljóðabækurnar Ljóðlínuskip (1995) og Ljóðtímaleit (2001). Sigurður hefur einnig ritað skáldsögur og fengist við leikritasmíð, skrifað sjónvarps- og útvarpshandrit og óperutexta. Ljóðabækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg erlend tungumál, m.a. búlgörsku og kínversku. Árið 1994 kom út tvítyngd útgáfa ljóða hans hjá Editions de la Différence í París í þýðingu Régis Boyer, deildarforseta Skandínavísku deildar Sorbonne-háskóla. Stórt úrval ljóða Sigurðar í enskri þýðingu árið 2014 undir titlinum Inside Voices, Outside Light. Sigurður var valinn borgarlistamaður Reykjavíkurborgar á tímabilinu 1987-1990, var veittur riddarakross Orðu lista og bókmennta (Chevalier de l'Ordre des Arts et des Lettres) af menningarmálaráðherra Frakklands árið 1990, og Frakklandsforseti sæmdi hann riddarakrossi Frönsku heiðursorðunnar (Chevalier l'Ordre National du Mérite) árið 2007. Hann hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2016. Á nýársdag 2017 veitti forseti Íslands Sigurði Fálkaorðuna fyrir framlag til íslenskra bókmennta og menningar. Vorið 2017 veittu Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands Sigurði Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd en hún hefur nú verið þýdd á dönsku og norsku og útgáfa í þeim löndum væntanleg. Úrval ljóða hans, Mit hus, kom út hjá danska bókaforlaginu Vandkunsten í vor og hefur það að geyma ljóð úr fimmtán bókum Sigurðar sem komu út á árunum 1975 til 2012 í þýðingu Erik Skyum Nielsen. Í byrjun árs 2018 er væntanleg síðasta þýðing Sigurðar, Dora Bruder eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn Patrick Modiano.
Tengdar fréttir Ég get varla hugsað mér betra kompaní en Jónas Sigurður Pálsson hlaut í gær, á Degi íslenskrar tungu, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni birtir Fréttablaðið hér þakkarávarp Sigurðar frá því í gær með góðfúslegu leyfi skáldsins. 17. nóvember 2016 10:30 Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. 16. nóvember 2016 16:00 Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00 Ljóð Sigurðar Pálssonar seljast og seljast og seljast og seljast Fáheyrt er að ljóðabók vegni eins vel á markaði og ný bók Sigurðar. 23. nóvember 2016 15:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Sjá meira
Ég get varla hugsað mér betra kompaní en Jónas Sigurður Pálsson hlaut í gær, á Degi íslenskrar tungu, verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Af því tilefni birtir Fréttablaðið hér þakkarávarp Sigurðar frá því í gær með góðfúslegu leyfi skáldsins. 17. nóvember 2016 10:30
Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. 16. nóvember 2016 16:00
Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00
Ljóð Sigurðar Pálssonar seljast og seljast og seljast og seljast Fáheyrt er að ljóðabók vegni eins vel á markaði og ný bók Sigurðar. 23. nóvember 2016 15:01