Sigurður Pálsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 16:00 Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. vísir/anton brink Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Sigurði Pálssyni rithöfundi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Þá hlaut Ævar vísindamaður sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2016, fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu. Sigurður Pálsson er fæddur 30. Júlí 1948 á Skinnastað. Han lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne og lauk þaðan maîtrise-gráðu og D.E.A. (fyrri hluti doktorsgráðu). Sigurður kenndi við Leiklistarskóla Íslands 1975–1978 en hefur síðustu ár sinnt kennslu við ritlistardeild Háskóla Íslands. Fyrsta ljóðabók Sigurðar, Ljóð vega salt, kom út árið 1975.Sigurður alltaf ljóðskáld Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir um Sigurð Pálsson:Á löngum ferli hefur Sigurður fengist við tungumálið úr öllum áttum, af dirfsku og frumleika. Fyrir fyrstu bókina í endurminningaþríleik sínum, Minnisbók (2007), hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sigurður er einnig eitt vinsælasta leikskáld þjóðarinnar en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir handrit sitt að Utan gátta (2008). Þá hefur Sigurður alla tíð verið mikilvirkur þýðandi og eru þýðingar hans úr frönsku ómetanlegt innlegg í flóru íslenskra bókmennta. Hér má nefna ljóð eftir Paul Éluard og Jacques Prévert og nú síðast skáldsögu franska Nóbelsverðlaunahafans Patricks Modiano. Árið 2007 sæmdi Frakklandsforseti Sigurð riddarakrossi Frönsku Heiðursorðunnar (Chevalier de l’Ordre National du Mérite) fyrir framlag hans við kynningu á franskri menningu á Íslandi.En það er sama hvort Sigurður Pálsson skrifar skáldsögur, leikrit eða gengur upp Bankastræti: Hann er alltaf ljóðskáld. Ljóðabækur hans eru nú orðnar 16 talsins og heitir sú nýjasta Ljóð muna rödd. Strax í þeim fyrstu orti skáldið um ljóðvegina. En ólíkt venjulegri vegagerð sem stefnir að því að fletja út og fara stystu leið taka vegirnir sem Sigurður hefur lagt um tungumálið óvænta stefnu.Sjá einnig:Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, Íslensku teiknibókina og skrautritað verðlaunaskjal.Ævar vísindamaður hlaut sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2016, fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu.Vísir/Anton BrinkLestrarátak Ævars mikilvæg hvatning Að tillögu ráðgjafanefndarinnar var einnig veitt ein viðurkenning í tilefni dagsins. Hana hlaut Ævar vísindamaður og í greinargerð nefndarinnar segir:Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) er landsþekktur fyrir hugsjónastarf í þágu barna og unglinga, t.d. vísindaþætti í útvarpi og sjónvarpi og lestrarátak í skólum. Þannig er hvatning til skapandi hugsunar og bóklesturs áberandi þáttur í starfi Ævars Þórs. Í anda vísindaþáttanna eru vísindabækur Ævars, t.d. Umhverfis Ísland í 30 tilraunum, þar sem lesendurnir sjálfir fá tilraunaverkefni í hendur. Lestrarátak Ævars er mikilvæg hvatning til eflingar lesskilnings grunnskólanemenda. Þennan þátt í starfi hans má tengja útgefnum verkum hans sjálfs, t.d. bókunum Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga, þar sem farnar eru óhefðbundnar leiðir til að efla sköpunargleði barna og styrkja tilfinningu þeirra fyrir máli og stíl. Það er samdóma álit nefndarinnar að Ævar Þór Benediktsson hafi unnið afar mikilvægt starf í þágu móðurmálsins og skapandi hugsunar meðal barna og unglinga. Menning Tengdar fréttir Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Sigurður Pálsson rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2016, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Sigurði Pálssyni rithöfundi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Þá hlaut Ævar vísindamaður sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2016, fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu. Sigurður Pálsson er fæddur 30. Júlí 1948 á Skinnastað. Han lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne og lauk þaðan maîtrise-gráðu og D.E.A. (fyrri hluti doktorsgráðu). Sigurður kenndi við Leiklistarskóla Íslands 1975–1978 en hefur síðustu ár sinnt kennslu við ritlistardeild Háskóla Íslands. Fyrsta ljóðabók Sigurðar, Ljóð vega salt, kom út árið 1975.Sigurður alltaf ljóðskáld Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir um Sigurð Pálsson:Á löngum ferli hefur Sigurður fengist við tungumálið úr öllum áttum, af dirfsku og frumleika. Fyrir fyrstu bókina í endurminningaþríleik sínum, Minnisbók (2007), hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sigurður er einnig eitt vinsælasta leikskáld þjóðarinnar en hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir handrit sitt að Utan gátta (2008). Þá hefur Sigurður alla tíð verið mikilvirkur þýðandi og eru þýðingar hans úr frönsku ómetanlegt innlegg í flóru íslenskra bókmennta. Hér má nefna ljóð eftir Paul Éluard og Jacques Prévert og nú síðast skáldsögu franska Nóbelsverðlaunahafans Patricks Modiano. Árið 2007 sæmdi Frakklandsforseti Sigurð riddarakrossi Frönsku Heiðursorðunnar (Chevalier de l’Ordre National du Mérite) fyrir framlag hans við kynningu á franskri menningu á Íslandi.En það er sama hvort Sigurður Pálsson skrifar skáldsögur, leikrit eða gengur upp Bankastræti: Hann er alltaf ljóðskáld. Ljóðabækur hans eru nú orðnar 16 talsins og heitir sú nýjasta Ljóð muna rödd. Strax í þeim fyrstu orti skáldið um ljóðvegina. En ólíkt venjulegri vegagerð sem stefnir að því að fletja út og fara stystu leið taka vegirnir sem Sigurður hefur lagt um tungumálið óvænta stefnu.Sjá einnig:Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, Íslensku teiknibókina og skrautritað verðlaunaskjal.Ævar vísindamaður hlaut sérstaka viðurkenningu í tilefni af degi íslenskrar tungu árið 2016, fyrir starf sitt í þágu íslenskrar tungu.Vísir/Anton BrinkLestrarátak Ævars mikilvæg hvatning Að tillögu ráðgjafanefndarinnar var einnig veitt ein viðurkenning í tilefni dagsins. Hana hlaut Ævar vísindamaður og í greinargerð nefndarinnar segir:Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) er landsþekktur fyrir hugsjónastarf í þágu barna og unglinga, t.d. vísindaþætti í útvarpi og sjónvarpi og lestrarátak í skólum. Þannig er hvatning til skapandi hugsunar og bóklesturs áberandi þáttur í starfi Ævars Þórs. Í anda vísindaþáttanna eru vísindabækur Ævars, t.d. Umhverfis Ísland í 30 tilraunum, þar sem lesendurnir sjálfir fá tilraunaverkefni í hendur. Lestrarátak Ævars er mikilvæg hvatning til eflingar lesskilnings grunnskólanemenda. Þennan þátt í starfi hans má tengja útgefnum verkum hans sjálfs, t.d. bókunum Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga, þar sem farnar eru óhefðbundnar leiðir til að efla sköpunargleði barna og styrkja tilfinningu þeirra fyrir máli og stíl. Það er samdóma álit nefndarinnar að Ævar Þór Benediktsson hafi unnið afar mikilvægt starf í þágu móðurmálsins og skapandi hugsunar meðal barna og unglinga.
Menning Tengdar fréttir Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Hættum að væla og lifum lífinu lifandi Sigurður Pálsson sendi nýverið frá sér sína sextándu ljóðabók, þýðingar á prósaljóðum Arthur Rimbaud, skáldinu sem bylti ljóðinu, auk þýðinga á ljóðum Willem M. Roggeman. Mögnuð afköst hjá manni sem stendur andspænis dauðleika sínum en syngur áfram um lífið, vitandi að harmurinn er til. 5. nóvember 2016 08:00