Leggur fram frumvarp um að neysla kannabis verði leyfð Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2017 10:12 Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar. Mynd/Anton Brink Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Hann greinir frá þessu á vef sínum Pawel.is en hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem er byggt á handbókinni „How to Regulate Cannabis: A Practical Guide“ á vegum Transform hugveitunnar. „Með mér á frumvarpinu er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir frá Viðreisn ásamt tveimur þingmönnum Pírata, Gunnari Hrafni Jónssyni og Jóni Þóri Ólafssyni.“Veitingasala heimilÍ meginpunktum frumvarpsins kemur fram að:Framleiðsla, sala og neysla verði leyfð.Aldursmörk verða 20 ár.Smásala heimil í sérstökum verslunum.Veitingasala heimil í sérstökum kannabisveitingastöðum, sem t.d. mega ekki selja áfengiEfnið selt í gráum umbúðum með einfaldri áletrun þar sem kemur fram nafn framleiðanda og vöruheiti og tegund vöru, nánari innihaldslýsing og viðvörun um skaðsemiAlgert auglýsingabann.Kannabisgjald, áþekkt áfengisgjaldi. Upphæðin verður 2000kr. á hvert gram af virka efninu THC. (Ef THC styrkleikinn er 15% þýðir það 300 kr. gjald á gramm).Hefur verið í vinnslu frá því í desemberÁ vef sínum segir Pawel að í ljósi liðinna atburða sé líklegt að sú ásökun komi fram að framlagning þessa frumvarps sé einhvers konar upphlaup, tilraun til að dreifa athygli frá öðrum málum. „Í því ljósi langar mig bara að skýra frá því að frumvarpið hefur verið í vinnslu frá desember síðastliðnum. Beðið var með framlagningu í vor og það unnið yfir sumartímann þar sem fólk úr Ungliðahreyfingu Viðreisnar kom meðal annars að,“ segir Pawel. Hann bendir á að alltaf hafi staðið til að leggja málið fram í þessari viku, að lokinni fyrstu umræðu um fjárlög. Þingflokkur Viðreisnar hafi fallist á að veita því brautargengi svo það kæmist á dagskrá. „Ef ekkert hefði gerst hefði það því verið rætt í þingsal á þessu hausti og farið til umsagnar. Það gekk því miður ekki eftir, út af öðrum, þekktum ástæðum. En ég vona þó að frumvarpið brjóti ísinn, hefji umræðuna og verði til þess að við munum einhvern daginn hætta að refsa fólki fyrir að neyta þessara tilteknu efna,“ skrifar Pawel að endingu.Pawel ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og má hlusta á það hér fyrir neðan: Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Hann greinir frá þessu á vef sínum Pawel.is en hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem er byggt á handbókinni „How to Regulate Cannabis: A Practical Guide“ á vegum Transform hugveitunnar. „Með mér á frumvarpinu er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir frá Viðreisn ásamt tveimur þingmönnum Pírata, Gunnari Hrafni Jónssyni og Jóni Þóri Ólafssyni.“Veitingasala heimilÍ meginpunktum frumvarpsins kemur fram að:Framleiðsla, sala og neysla verði leyfð.Aldursmörk verða 20 ár.Smásala heimil í sérstökum verslunum.Veitingasala heimil í sérstökum kannabisveitingastöðum, sem t.d. mega ekki selja áfengiEfnið selt í gráum umbúðum með einfaldri áletrun þar sem kemur fram nafn framleiðanda og vöruheiti og tegund vöru, nánari innihaldslýsing og viðvörun um skaðsemiAlgert auglýsingabann.Kannabisgjald, áþekkt áfengisgjaldi. Upphæðin verður 2000kr. á hvert gram af virka efninu THC. (Ef THC styrkleikinn er 15% þýðir það 300 kr. gjald á gramm).Hefur verið í vinnslu frá því í desemberÁ vef sínum segir Pawel að í ljósi liðinna atburða sé líklegt að sú ásökun komi fram að framlagning þessa frumvarps sé einhvers konar upphlaup, tilraun til að dreifa athygli frá öðrum málum. „Í því ljósi langar mig bara að skýra frá því að frumvarpið hefur verið í vinnslu frá desember síðastliðnum. Beðið var með framlagningu í vor og það unnið yfir sumartímann þar sem fólk úr Ungliðahreyfingu Viðreisnar kom meðal annars að,“ segir Pawel. Hann bendir á að alltaf hafi staðið til að leggja málið fram í þessari viku, að lokinni fyrstu umræðu um fjárlög. Þingflokkur Viðreisnar hafi fallist á að veita því brautargengi svo það kæmist á dagskrá. „Ef ekkert hefði gerst hefði það því verið rætt í þingsal á þessu hausti og farið til umsagnar. Það gekk því miður ekki eftir, út af öðrum, þekktum ástæðum. En ég vona þó að frumvarpið brjóti ísinn, hefji umræðuna og verði til þess að við munum einhvern daginn hætta að refsa fólki fyrir að neyta þessara tilteknu efna,“ skrifar Pawel að endingu.Pawel ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og má hlusta á það hér fyrir neðan:
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira