Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. september 2017 18:22 Frá opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar með dómsmálaráðherra fyrr í vikunni þar sem uppreist æru var til umræðu. vísir/anton brink Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn í samræmi við breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Þá vill nefndin einnig endurskoða reglur um vinnubrögð við afgreiðslu beiðna um upplýsinga og fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni. Er það mat nefndarinnar að fyrirkomulagið sé ekki nægilega skilvirkt. Einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum eða úrlausnum mála til hagsbóta fyrir almenning, enda skipti tímasetning aðgangs að upplýsingum meginmáli.Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem var samþykkt samhljóða á fundi nú síðdegis, en nefndin fundaði um niðurstöðu fundar með Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis sem fram fór í morgun.Eðlilegt að taka afstöðu til hæfisÁ fundinum í morgun sagði Tryggvi meðal annars að hann telji ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen dósmmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Hann benti á að ráðherrar eru annars vegar embættismenn og hins vegar stjórnmálamenn og að hann telji að það hafi verið málefnaleg ástæða fyrir því að upplýsa forsætisráðherra um trúnaðargögn úr stjórnsýslunni sem tengdust nákomnum aðila hans. Tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að forsætisráðherra hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls. Umboðsmaður bendir á að það geti einmitt skipt máli og verið eðlilegt til þess að taka afstöðu til hæfis í viðkomandi máli. Í bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að nefndin telji að framkvæmd mála er varða umsóknir um uppreist æru hafi um árabil ekki verið í samræmi við kröfur sem gera verði til meðferðar mála í stjórnsýslunni. Þess vegna ríki einhugur um að taka reglur um uppreist æru til gagngerrar endurskoðunar og þegar sé hafin vinna við endurskoðun þeirra laga. Uppreist æru Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn í samræmi við breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Þá vill nefndin einnig endurskoða reglur um vinnubrögð við afgreiðslu beiðna um upplýsinga og fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni. Er það mat nefndarinnar að fyrirkomulagið sé ekki nægilega skilvirkt. Einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum eða úrlausnum mála til hagsbóta fyrir almenning, enda skipti tímasetning aðgangs að upplýsingum meginmáli.Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar sem var samþykkt samhljóða á fundi nú síðdegis, en nefndin fundaði um niðurstöðu fundar með Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis sem fram fór í morgun.Eðlilegt að taka afstöðu til hæfisÁ fundinum í morgun sagði Tryggvi meðal annars að hann telji ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen dósmmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra varðandi það þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Hann benti á að ráðherrar eru annars vegar embættismenn og hins vegar stjórnmálamenn og að hann telji að það hafi verið málefnaleg ástæða fyrir því að upplýsa forsætisráðherra um trúnaðargögn úr stjórnsýslunni sem tengdust nákomnum aðila hans. Tilefnið hafi verið að þá hafi verið uppi vangaveltur um að forsætisráðherra hefði komið að afgreiðslu þessa tiltekna máls. Umboðsmaður bendir á að það geti einmitt skipt máli og verið eðlilegt til þess að taka afstöðu til hæfis í viðkomandi máli. Í bókun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að nefndin telji að framkvæmd mála er varða umsóknir um uppreist æru hafi um árabil ekki verið í samræmi við kröfur sem gera verði til meðferðar mála í stjórnsýslunni. Þess vegna ríki einhugur um að taka reglur um uppreist æru til gagngerrar endurskoðunar og þegar sé hafin vinna við endurskoðun þeirra laga.
Uppreist æru Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira