Hafa tjaldsvæðið opið í svartasta skammdegi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2017 22:52 Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir ferðamálafræðingur rekur tjaldsvæðið á Höfn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigrúnu Kapitolu Guðrúnardóttur ferðamálafræðing, sem rekur tjaldsvæðið á Höfn. Í huga flestra Íslendinga er tjaldútilegutíminn kannski frá miðjum júní og eitthvað fram yfir verslunarmannahelgi. Á Höfn býðst ferðamönnum hins vegar að tjalda meira að segja á þorranum því þar verður opið í allan vetur.Séð yfir tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði núna í september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fáir þekkja breytingarnar betur en rekstraraðili tjaldsvæðisins, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem hóf að þjónusta tjaldgesti fyrir átján árum. Hún segir að áður fyrr hafi verið opið í þrjá mánuði og aðsóknin fallið niður upp úr verslunarmannahelgi en núna sé septembermánuður eins og júní var fyrir fáum árum. Þannig hafi heildarfjöldi gesta verið 167 allan septembermánuð árið 2007. Í ár séu dæmi um hátt í 300 gesti á einum degi núna í september. „Þetta er bara að breytast svo gríðarlega,“ segir Sigrún Kapitola. Stóra breytingin sé fjölgun húsbíla, stórra sem smárra. Núna sé vel efnað miðaldra fólk að ferðast jafnvel á litlum húsbílum, eins og Kúkú Campers. Hún segir þessa gesti vilja sameina gistingu og bílaleigubíl til að lækka ferðakostnað. Þeir séu ekki tilbúnir að eyða kannski 300-400 þúsund krónum bara í gistingu í sex daga ferð um Ísland. Húsbílar á tjaldsvæðinu á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún segir fjölgun húsbílanna þrýsta á lengri opnunartíma en segir þeim einnig fjölga sem velja að tjalda að vetrarlagi, meira að segja í frosthörkum. Mikið af því sé alvöru útivistarfólk með alvöru græjur sem hafi engar áhyggjur þótt það skelli á stormur. Hún býst þó ekki við fjölmenni á tjaldsvæðinu yfir háveturinn. „Smágóðgerðarstarf kannski að hafa opið yfir svörtustu vetrarmánuðina. En aðstaðan þarf að vera opin. Það þarf að vera þjónusta,“ segir Sigrún Kapitola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Fjölgun ferðamanna á Höfn í Hornafirði utan háannatímans er orðin svo mikil að ákveðið er að tjaldsvæðið þar verði haft opið í allan vetur. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigrúnu Kapitolu Guðrúnardóttur ferðamálafræðing, sem rekur tjaldsvæðið á Höfn. Í huga flestra Íslendinga er tjaldútilegutíminn kannski frá miðjum júní og eitthvað fram yfir verslunarmannahelgi. Á Höfn býðst ferðamönnum hins vegar að tjalda meira að segja á þorranum því þar verður opið í allan vetur.Séð yfir tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði núna í september.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fáir þekkja breytingarnar betur en rekstraraðili tjaldsvæðisins, Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, sem hóf að þjónusta tjaldgesti fyrir átján árum. Hún segir að áður fyrr hafi verið opið í þrjá mánuði og aðsóknin fallið niður upp úr verslunarmannahelgi en núna sé septembermánuður eins og júní var fyrir fáum árum. Þannig hafi heildarfjöldi gesta verið 167 allan septembermánuð árið 2007. Í ár séu dæmi um hátt í 300 gesti á einum degi núna í september. „Þetta er bara að breytast svo gríðarlega,“ segir Sigrún Kapitola. Stóra breytingin sé fjölgun húsbíla, stórra sem smárra. Núna sé vel efnað miðaldra fólk að ferðast jafnvel á litlum húsbílum, eins og Kúkú Campers. Hún segir þessa gesti vilja sameina gistingu og bílaleigubíl til að lækka ferðakostnað. Þeir séu ekki tilbúnir að eyða kannski 300-400 þúsund krónum bara í gistingu í sex daga ferð um Ísland. Húsbílar á tjaldsvæðinu á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún segir fjölgun húsbílanna þrýsta á lengri opnunartíma en segir þeim einnig fjölga sem velja að tjalda að vetrarlagi, meira að segja í frosthörkum. Mikið af því sé alvöru útivistarfólk með alvöru græjur sem hafi engar áhyggjur þótt það skelli á stormur. Hún býst þó ekki við fjölmenni á tjaldsvæðinu yfir háveturinn. „Smágóðgerðarstarf kannski að hafa opið yfir svörtustu vetrarmánuðina. En aðstaðan þarf að vera opin. Það þarf að vera þjónusta,“ segir Sigrún Kapitola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Fimmtíu ár eru frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. 16. september 2017 21:00