Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. september 2017 19:00 Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var konu á fimmtugsaldri ráðinn bani að heimili sínu að Hagamel á fimmtudagskvöld. Konan var frá Lettlandi en hafði búið hér á landi í nokkur ár og starfaði á gistiheimili. Maður sem hafði átt í stuttu persónulegu sambandi við konuna var handtekinn á staðnum og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn hælisleitandi hér á landi. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem kemur upp á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani í byrjun janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í Mosfellsdal í júní. Að sögn afbrotafræðings hafa að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum og fram til 2017 erum við með tvö manndráp að jafnaði. Það eru alltaf einhverjar sveiflur þar sem þetta eru tiltölulega fá mál á hverju ári," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Þrátt fyrir að árið sé ekki liðið teljast málin því óvenju mörg í ár. „Ef við tökum árið 2017, og það er ekki einu sinni liðið, að þá erum við með þrjú manndráp. Það má því segja að við séum á þessu ári séum við með heldur fleiri manndráp en við höfum haft að jafnaði á síðustu árum og árið er ekki liðið," segir Helgi. Hann telur þó ekki unnt draga of víðtækar ályktanir af auknum málafjölda. „Við eigum ekki að draga of víðtækar ályktanir af þessum málum. En hvert manndráp slær mann auðvitað illa í þessu samfélagi sem við búum í; svona fámennu samfélagi og þetta heggur alltaf nærri okkur," segir Helgi.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Hagamel Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var konu á fimmtugsaldri ráðinn bani að heimili sínu að Hagamel á fimmtudagskvöld. Konan var frá Lettlandi en hafði búið hér á landi í nokkur ár og starfaði á gistiheimili. Maður sem hafði átt í stuttu persónulegu sambandi við konuna var handtekinn á staðnum og var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn hælisleitandi hér á landi. Þetta er þriðja manndrápsmálið sem kemur upp á þessu ári. Birnu Brjánsdóttur var ráðinn bani í byrjun janúar og lést Arnar Jónsson Aspar eftir líkamsárás í Mosfellsdal í júní. Að sögn afbrotafræðings hafa að meðaltali verið framin tvö manndráp á ári frá aldamótum. „Ef við tökum tímabilið frá aldamótum og fram til 2017 erum við með tvö manndráp að jafnaði. Það eru alltaf einhverjar sveiflur þar sem þetta eru tiltölulega fá mál á hverju ári," segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Þrátt fyrir að árið sé ekki liðið teljast málin því óvenju mörg í ár. „Ef við tökum árið 2017, og það er ekki einu sinni liðið, að þá erum við með þrjú manndráp. Það má því segja að við séum á þessu ári séum við með heldur fleiri manndráp en við höfum haft að jafnaði á síðustu árum og árið er ekki liðið," segir Helgi. Hann telur þó ekki unnt draga of víðtækar ályktanir af auknum málafjölda. „Við eigum ekki að draga of víðtækar ályktanir af þessum málum. En hvert manndráp slær mann auðvitað illa í þessu samfélagi sem við búum í; svona fámennu samfélagi og þetta heggur alltaf nærri okkur," segir Helgi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Hagamel Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira