Elsa Lára gefur ekki kost á sér: „Í dag hefst nýr kafli í lífi mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 19:41 Elsa Lára Arnardóttir tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Vísir/Pjetur Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Hún segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. Hún sagði frá þessu í ræðu á auka kjördæmisþinginu sem fram fór í dag og tilkynnti þetta svo í kjölfarið á Facebook. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni: „Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér. Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan.“ Elsa Lára segir að þetta hafi verið lærdómsríkur tími og að hún sé ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. „Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.“ Hún segir að á þessu þingi hafi forgangsmál sín verið húsnæðismál og afnám verðtryggingar og bæði hafi verið tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. „Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.“ Mun hún nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu sinni sem hafi verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt hana til allra verka. „Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tilkynnti í dag að hún ætli að stíga til hliðar. Hún segir að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun. Hún sagði frá þessu í ræðu á auka kjördæmisþinginu sem fram fór í dag og tilkynnti þetta svo í kjölfarið á Facebook. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni: „Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér. Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan.“ Elsa Lára segir að þetta hafi verið lærdómsríkur tími og að hún sé ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. „Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.“ Hún segir að á þessu þingi hafi forgangsmál sín verið húsnæðismál og afnám verðtryggingar og bæði hafi verið tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. „Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.“ Mun hún nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu sinni sem hafi verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt hana til allra verka. „Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira