Segir Sjálfstæðisflokkinn hlaupast undan ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. september 2017 21:14 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra finnst útspil Sjálfstæðisflokksins ansi ódýrt. vísir/anton brink Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu. Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaðar“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa nýtt fyrsta tækifæri til þess að flýja frá ábyrgð með því að segjast hættir við að styðja fjárlögin. Það skjóti skökku við þar sem Sjálfstæðisflokkurinn kenni sig við ábyrgð og stöðugleika. Þetta segir Benedikt í samtali við Vísi um málflutning Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefnar. Í ræðu á kosningafundi flokksins sagði Páll að engin af „skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar“ hefðu hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðismanna.Hvers vegna segirðu Sjálfstæðisflokkinn skorast undan ábyrgð?„Vegna þess að ef menn samþykkja eitthvað, þá hætta menn ekki við það. Þetta eru fjárlög ríkisstjórnarinnar og þar situr formaður Sjálfstæðisflokksins þannig að þetta er í rauninni þannig að hann samþykkir ekki tillögu formannsins,“ segir Benedikt sem tekur fram að algjör sátt hafi náðst í ríkisstjórn. Spurður hvort ummæli Páls hefðu komið honum í opna skjöldu svarar Benedikt: „Sjálfstæðisflokkurinn vill nú gefa sig út fyrir að vera ábyrgur flokkur þá er það nú ekki beinlínis í anda ábyrgs flokks að hlaupa frá fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög óvenjulegt.“ Honum þyki útspil Páls „voðalega billegt.“ Spurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið erfitt svarar Benedikt neitandi: „Nei, veistu það innan ríkisstjórnarinnar var bara ágætis samstarf. Ég var ekki var við annað en auðvitað fann maður það að það eru tveir hópar innan Sjálfstæðisflokksins eins og ég nefni þarna í færslunni,“ segir Benedikt og vísar til stöðuuppfærslu sem hann ritaði um málið í kvöld. Þar segir hann meðal annars að Bjarna Benediktssyni sé tíðrætt um þörfina á tveggja flokka ríkisstjórn en bætir við að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í er ef hann sé einn í ríkisstjórn. Spurður hvað hann eigi við með „tveimur hópum,“ segist Benedikt vera að tala um ákveðinn klofning innan Sjálfstæðisflokksins: „Það er augljóst, ef Páll segist ekki vera bundinn af því sem formaðurinn samþykkir. Yfirleitt ganga flokkar heilir í svona samstarf. Auðvitað þarf að ná málamiðlunum í svona samstarfi, það segir sig sjálft og það hefur auðvitað verið gert í mörgum málum. Flokkarnir hafa ekki nákvæmlega sömu stefnu og þurfa að ræða sig til niðurstöðu. Þetta fjárlagafrumvarp var auðvitað búið að ræða mikið í ríkisstjórninni. Öll fjárlagafrumvörp eru lögð fyrir alþingi og þar hafa alþingismenn síðasta orðið, það er bara þannig.“ Benedikt segir að það sé fjarri lagi að fjárlagafrumvarpið sé meitlað í stein. „Það er ekki þannig. Ég er mikill unnandi þess að menn komi að málum,“ segir Benedikt sem segir flokkinn sinn vera í óðaönn að skipuleggja kosningarnar. Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærsluna í heild sem Benedikt vísaði til í viðtalinu.
Fjárlagafrumvarp 2018 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaðar“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu. 24. september 2017 12:24