Innlent

Framboðslistar í Reykjavíkurkjördæmum kynntir á laugardag

Þórdís Valsdóttir skrifar
Sjö manna kjörnefnd mun raða á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum.
Sjö manna kjörnefnd mun raða á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Vísir/Pjetur
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum kjördæmum Reykjavíkur verða kynntir á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á laugardag.

Ekki var víst hvaða leið yrði farin við uppröðun á listum. Síðdegis í dag valdi Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sjö manna kjörnefnd sem mun raða á lista.

„Það var ákveðið að fara þá leið sem heitir röðun. Þá stilla kjörmenn upp samskonar framboðslistum og fengust í prófkjörinu í fyrra, að því undanskildu að við þyrftum að fylla í sæti Ólafar Nordal í Reykjavík suður, þar sem hún féll frá á árinu,“ segir Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar. 

Hann bætti við að vegna fráfalls Ólafar Nordal munu allir á lista í Reykjavík suður færast upp um eitt sæti. Listarnir, sem eru tillögur kjörnefndar, munu vera lagðar fyrir fulltrúaráðsfundinn á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×