Innlent

Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnir frumvarpið í húsakynnum ráðuneytisins.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnir frumvarpið í húsakynnum ráðuneytisins. Vísir

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra mun í dag kynna frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2018. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 09.

Fyrsta umræða um frumvarpið á alþingi hefst svo á fimmtudag klukkan 10:30 og hafa þingmenn því tvo sólarhringa til að kynna sér frumvarpið áður en sú umræða hefst.

Vísir verður í beinni frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og mun fylgjast með því sem fer fram í vaktinni hér fyrir neðan sem verður uppfærð jafn óðum. Útsending hefst klukkan 9.

Uppfært klukkan 10
Útsendingunni er lokið og upptaka aðgengileg hér fyrir neðan. Í vaktinni er textalýsing af fundinum og verður síðan fylgst með fréttum af frumvarpinu fram eftir degi. 


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.