Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 23:41 Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/eyþór Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, kærði starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum og starfsmenn hjá Embætti héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Lögreglan á Vesturlandi yfirheyrði í dag blaðamanninn Atla Má Gylfason sem skrifaði frétt í DV í mars síðastliðnum um það að Magnús væri grunaður um að hafa valdið árekstri á Reykjanesbraut í desember 2016 með vítaverðum akstri. Þá voru Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV og núverandi ritstjóri DV.is, og Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, einnig yfirheyrð hjá lögreglu í dag. Telur Magnús að Atli Már hafi óeðlilegan aðgang að upplýsingum við vinnslu fréttarinnar um árekstur Tesla-bifreiðarinnar en í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Atli að hann hafi hvorki fengið upplýsingar hjá héraðssaksóknara né lögreglunni á Suðurnesjum. Þá muni hann aldrei gefa upp heimildarmenn sína. Athygli vekur að starfsmenn héraðssaksóknara eru til rannsóknar en á mánudag kærði stjórn United Silicon Magnús til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur í yfirlýsingum til fjölmiðla sagt ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Magnús var fyrr á árinu ákærður fyrir ofsaaksturinn á Teslunni í desember. Var hann ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi en maður slasaðist í árekstrinum. Tengdar fréttir Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, kærði starfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum og starfsmenn hjá Embætti héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV. Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Lögreglan á Vesturlandi yfirheyrði í dag blaðamanninn Atla Má Gylfason sem skrifaði frétt í DV í mars síðastliðnum um það að Magnús væri grunaður um að hafa valdið árekstri á Reykjanesbraut í desember 2016 með vítaverðum akstri. Þá voru Kristjón Kormákur Guðjónsson, þáverandi ritstjóri DV og núverandi ritstjóri DV.is, og Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, einnig yfirheyrð hjá lögreglu í dag. Telur Magnús að Atli Már hafi óeðlilegan aðgang að upplýsingum við vinnslu fréttarinnar um árekstur Tesla-bifreiðarinnar en í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Atli að hann hafi hvorki fengið upplýsingar hjá héraðssaksóknara né lögreglunni á Suðurnesjum. Þá muni hann aldrei gefa upp heimildarmenn sína. Athygli vekur að starfsmenn héraðssaksóknara eru til rannsóknar en á mánudag kærði stjórn United Silicon Magnús til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur í yfirlýsingum til fjölmiðla sagt ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Magnús var fyrr á árinu ákærður fyrir ofsaaksturinn á Teslunni í desember. Var hann ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi en maður slasaðist í árekstrinum.
Tengdar fréttir Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. 21. apríl 2017 17:15
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48