Innlent

Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í pontu á þingi á miðvikudag þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fór fram.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í pontu á þingi á miðvikudag þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fór fram. Vísir/Ernir
„Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun.

Hún segir það liggja fyrir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé sprungin og að ekki sé önnur ríkisstjórn í kortunum. Þá segir Katrín að það hafi ekki komið henni á óvart að ríkisstjórnin hafi fallið.

„Hér er bæði um erfitt mál að ræða og svo hefur blasað við að ríkisstjórnin hefur verið ósamstíga mjög lengi. Það hefur blasað við að það skorti traust,“ segir Katrín.

Aðspurð hvað henni finnist um það sem Björt framtíð kallar trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og vísar til þess að þau héldu því leyndu í einn og hálfan mánuð að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, skrifaði umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru.

„Ég held að á þessum tímapunkti þegar þetta mál er til meðferðar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þá sé eðlilegast að málið verði tekið þar til meðferðar undir nýrri forystu og fá þannig allt upp á borðið.“


Tengdar fréttir

Viðreisn vill kosningar sem fyrst

Þingflokkur Viðreisnar fundaði í Austurstræti frá klukkan rúmlega 1 eftir miðnætti til um klukkan 4.

Í beinni: Ríkisstjórnin fallin

Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×