Kostar 600 krónur fyrir fólksbíl að aka um hliðið að Skaftafelli Kristján Már Unnarsson skrifar 16. september 2017 21:00 Mynd er tekin af öllum bílum sem aka um hliðið og reikningurinn sendur eigandanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli. Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fimmtíu ár eru liðin um helgina frá því Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður. Innheimta aðgangseyris er nú hafin í Skaftafell en búist er við áttahundruð þúsund ferðamönnum þangað í ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Regínu Hreinsdóttur, þjóðgarðsvörð í Skaftafelli. Það var þann 15. september árið 1967 sem þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli, en hann varð hluti Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2008. Fyrstu fjörutíu árin var þjónustumiðstöðin eingöngu opin yfir sumarmánuði en nú er staðan gjörbreytt. Þótt komið sé fram í september er aðsóknin eins og var um hásumar fyrir nokkrum árum og nú er í fyrsta sinn stefnt að því að halda fullri þjónustu allt árið.Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Í vetur verður í fyrsta skipti opið í veitingasölunni allan veturinn. Það hefur ekki verið áður, - það hefur verið í september og kannski eitthvað fram í október,“ segir Regína. Og nú á að fara að byggja nýtt snyrtihús, sem verður heilsárshús. „Þá verðum við meira og minna með tjaldstæðið í notkun yfir vetrartímann líka.“ Bílamergðin er orðin svo mikil að opna hefur þurft ný bílastæði og stefnt að því að færa fólksbílastæðin fjær þjónustumiðstöðinni og gera þar torg fyrir framan, þar sem fólk geti sest niður án þess að hafa bílana nærri.Séð yfir þjónustusvæðið í Skaftafelli. Nýju bílastæðin vinstra megin, þjónustumiðstöðin til hægri og tjaldstæðið fjær undir Skaftafellsbrekkum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er ekki lengur ókeypis aðgangur. Í síðasta mánuði hófst sjálfvirk innheimta og fyrir hvern fólksbíl sem ekur yfir ristarhliðið þarf að greiða 600 króna þjónustugjald og meira fyrir rútur. Regína segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gjaldið og því hafi almennt verið vel tekið. Útlendingar séu þó vanari slíkri gjaldtöku en Íslendingar. Það eru ekki nema um tuttugu ár frá því gestafjöldinn í Skaftafelli fór í fyrsta sinn yfir 100 þúsund en hann hefur margfaldast síðan. Regína segir að í fyrra hafi gestir verið um 650 þúsund talsins, núna stefni í að gestirnir verði 800 þúsund á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 úr Skaftafelli.
Tengdar fréttir Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17 Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Gönguferðir á skriðjökla úr Skaftafelli í allan vetur Ferðamannastraumur í Skaftafell utan sumartímans hefur aukist það mikið að fyrirtækið Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætlar nú í fyrsta sinn að bjóða þar upp á gönguferðir á skriðjökla í allan vetur. 5. október 2013 21:17
Opið í Skaftafelli í fyrsta sinn að vetrarlagi Upplýsingamiðstöðin í Skaftafelli er nú í fyrsta sinn opin yfir vetrarmánuði enda segir þjóðgarðsvörður íslenska náttúru einnig draga ferðamenn að um háveturinn. Heitt vatn, sem nýlega fannst á staðnum, býður upp á nýja möguleika. 11. desember 2009 19:16