Innlent

Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen

Anton Egilsson skrifar
Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen, starfandi dómsmálaráðherra. Vísir
Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd.

„Stjórn Heimdallar harmar hvernig afgreiðsla á trúnaðargögnum um uppreist æru hefur verið háttað. Mikilvægt er að hægt sé að bera traust til aðila sem sjá um meðferð slíkra mála.”

Þá hvetur Heimdallur Alþingi til að fara í naflaskoðun hvað þessi mál varða og segja að það skuli vera forgangsatriði að endurskoða lög um uppreist æru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×