Píratar sakaðir um að rægja land og þjóð á erlendum vettvangi Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2017 13:56 Prófessorinn segir það ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira
Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29
Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25