Veigra sér við umræðu um offitu af hræðslu við viðbrögð sjúklings Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. september 2017 20:30 Læknar veigra sér við að opna umræðu um offitu við sjúklinga af hræðslu við viðbrögð þeirra að sögn formanns félags fagfólks um offitu. Á sama tíma leitar feitt fólk síður til læknis af hræðslu við fordóma. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem Félag fagfólks um offitu stóð fyrir í dag. Reglulega berast fréttir af nýjum rannsóknum þar sem í ljós kemur að Ísland sé feitasta þjóð í Evrópu. Þá er það staðreynd að í dag er offita eitt útbreiddasta heilsufarsvandamálið. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og formaður félags fagfólks um offitu, útskýrir að eitt af markmiðum ráðstefnunnar sé að fagfólk í heilbrigðisgeiranum ræði saman um leiðir til að tala við sjúklinga um offitu. „og að heilbrigðisstarfsmenn geti óhræddir opnað umræðu um offitu án þess að vera ásakaðir um fordóma,“ segir Erla Gerður og bætir við að það gerist oft. „Og fólk veit ekki alveg hvernig það á að opna umræðuna og það verður hrætt. Við erum að vinna í því og erum til dæmis að vinna með kanadískum samtökum þar sem við erum að vinna með ákveðið kerfi um það hvernig er auðvelt að opna umræðu þannig að það skapist engin skömm og engin vanlíðan,“ segir Erla Gerður. Á sama tíma veigrar fólk í ofþyngd sér við að leita sér aðstoðar. „það er einhvernvegin alls sett á holdarfarið og ekki hlustað á það sem sjúklingnum virkilega liggur á hjarta.“ Erla segir mikilvægt að það verði vitundarvakning um offitu í samfélaginu enda geti verið margir áhættuþættir af því að vera í ofþyngd. „Við megum ekki horfa fram hjá því að offita er áhættuþáttur. Það getur vel verið að viðkomandi sé hraustur en þá er allt í lagi að komast að því og þá heldur viðkomandi bara áfram sínu. En við megum heldur ekki missa af því ef það eru komnir einhverjir efnaskiptaþættir,“ segir Erla Gerður. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Læknar veigra sér við að opna umræðu um offitu við sjúklinga af hræðslu við viðbrögð þeirra að sögn formanns félags fagfólks um offitu. Á sama tíma leitar feitt fólk síður til læknis af hræðslu við fordóma. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem Félag fagfólks um offitu stóð fyrir í dag. Reglulega berast fréttir af nýjum rannsóknum þar sem í ljós kemur að Ísland sé feitasta þjóð í Evrópu. Þá er það staðreynd að í dag er offita eitt útbreiddasta heilsufarsvandamálið. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og formaður félags fagfólks um offitu, útskýrir að eitt af markmiðum ráðstefnunnar sé að fagfólk í heilbrigðisgeiranum ræði saman um leiðir til að tala við sjúklinga um offitu. „og að heilbrigðisstarfsmenn geti óhræddir opnað umræðu um offitu án þess að vera ásakaðir um fordóma,“ segir Erla Gerður og bætir við að það gerist oft. „Og fólk veit ekki alveg hvernig það á að opna umræðuna og það verður hrætt. Við erum að vinna í því og erum til dæmis að vinna með kanadískum samtökum þar sem við erum að vinna með ákveðið kerfi um það hvernig er auðvelt að opna umræðu þannig að það skapist engin skömm og engin vanlíðan,“ segir Erla Gerður. Á sama tíma veigrar fólk í ofþyngd sér við að leita sér aðstoðar. „það er einhvernvegin alls sett á holdarfarið og ekki hlustað á það sem sjúklingnum virkilega liggur á hjarta.“ Erla segir mikilvægt að það verði vitundarvakning um offitu í samfélaginu enda geti verið margir áhættuþættir af því að vera í ofþyngd. „Við megum ekki horfa fram hjá því að offita er áhættuþáttur. Það getur vel verið að viðkomandi sé hraustur en þá er allt í lagi að komast að því og þá heldur viðkomandi bara áfram sínu. En við megum heldur ekki missa af því ef það eru komnir einhverjir efnaskiptaþættir,“ segir Erla Gerður.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira