Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. september 2017 06:00 Forsætisráðherra las upp tilkynningu um þingrof á stuttum þingfundi í gær. Þingmenn hlýddu á. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir samkomulag um það hvaða mál fara í gegn og hver falla niður á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að þingkosningum. Formenn flokka sem eiga sæti á þingi funda aftur með forseta Alþingis á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um þinglok. Þingkosningar fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta lá fyrir um hádegisbil í gær eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á blaðamannafundi sem haldinn var að fundi forseta og forsætisráðherra loknum sagði forsetinn að hann hefði rætt við formenn annarra flokka um möguleika á myndun annarrar meirihlutastjórnar. Honum var ekki til að dreifa og var ríkur stuðningur formanna við að boða til nýrra kosninga. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að það njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. „[Ég hvet alla] sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði séu kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Kosningarnar nú verða þær fimmtu á átta ára tímabili. Þá verður minna en ár liðið frá kosningunum í fyrra þegar kjósendur mæta á kjörstað nú. Skömmu eftir að fundinum á Bessastöðum lauk hófst fundur formanna og forseta þingsins í þinghúsinu. Niðurstaða þess fundar var að ágreiningur er enn uppi um hvað skuli gera á síðustu dögum 147. löggjafarþings. „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á [morgun],“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að þeim fundi loknum. Síðasta vor lentu mál um notendastýrða persónuaðstoð, NPA, og samningur um réttindi fatlaðs fólks milli skips og bryggju. Var þeim málum slegið á frest með vilyrði um að þau yrðu með fyrstu málum sem afgreidd yrðu nú í haust. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig á dagskrá. Ekki liggur því fyrir hver verður síðasti fundardagur þingsins. Í fyrra var þingi slitið tveimur vikum fyrir kjördag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Ekki liggur fyrir samkomulag um það hvaða mál fara í gegn og hver falla niður á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að þingkosningum. Formenn flokka sem eiga sæti á þingi funda aftur með forseta Alþingis á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um þinglok. Þingkosningar fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta lá fyrir um hádegisbil í gær eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á blaðamannafundi sem haldinn var að fundi forseta og forsætisráðherra loknum sagði forsetinn að hann hefði rætt við formenn annarra flokka um möguleika á myndun annarrar meirihlutastjórnar. Honum var ekki til að dreifa og var ríkur stuðningur formanna við að boða til nýrra kosninga. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að það njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. „[Ég hvet alla] sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði séu kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Kosningarnar nú verða þær fimmtu á átta ára tímabili. Þá verður minna en ár liðið frá kosningunum í fyrra þegar kjósendur mæta á kjörstað nú. Skömmu eftir að fundinum á Bessastöðum lauk hófst fundur formanna og forseta þingsins í þinghúsinu. Niðurstaða þess fundar var að ágreiningur er enn uppi um hvað skuli gera á síðustu dögum 147. löggjafarþings. „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á [morgun],“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að þeim fundi loknum. Síðasta vor lentu mál um notendastýrða persónuaðstoð, NPA, og samningur um réttindi fatlaðs fólks milli skips og bryggju. Var þeim málum slegið á frest með vilyrði um að þau yrðu með fyrstu málum sem afgreidd yrðu nú í haust. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig á dagskrá. Ekki liggur því fyrir hver verður síðasti fundardagur þingsins. Í fyrra var þingi slitið tveimur vikum fyrir kjördag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira