Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2017 10:30 Sigríður Lena segist ekki nenna lengur að eltast við einhvern draum og setja lífið á bið. vísir/eyþór „Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum,“ segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. Sigríður var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að klára námið mitt sem þroskaþjálfi í vetur og er að gera það samhliða vinnu. Ég er komin með leið á því að vera ein og langar að fara eignast fjölskyldu.“ Hún segist vera komin með leið á því að fara út að skemmta sér og utanlandsferðirnar eru sífellt að gefa henni minna. Sigríður hefur komið sér vel fyrir í Árbænum. „Ef maðurinn minn kemur, þá kemur hann bara. Ég nenni ekki að eltast við einhvern draum og stoppa líf mitt á meðan,“ segir Sigríður en hún vakti fyrst athygli á málinu þegar hún birti grein á vefsíðunni Fagurkerar. Því næst ræddi Fréttablaðið við hana og hún er enn staðráðin í því að fara þessa leið. „Pælingin var hvort ég gæti eignast fjölskyldu án þess að eignast maka, hvort það væri samfélagslega meðtekið. Ég er búin að tala mikið um þetta við vinkonur mínar og fjölskyldu og er komin á þá niðurstöðu að eignast barn með gjafasæði sé eitthvað fyrir mig. Ef ég geri það, þá kemur karlinn bara kannski seinna, hver veit.“ Hún segist hafa hugsað um þetta í fjögur ár. „Þegar viðtalið kom við mig í Fréttablaðinu um daginn þá sprakk Facebook-ið mitt og Snapchatið mitt, bara stelpur að segja mér reynslusögur frá því hvernig þær höfðu gert þetta og að þær hefðu óskað sér að hafa gert þetta fyrr. Þetta var ótrúlegt og ég er svo viss um að það séu svo margar stelpur í nákvæmlega sömu stöðu og ég.“Sigríður hefur hugsað þetta fram og til baka.Sigríður segir að viðbrögðin hafi líka verið stórfurðuleg. „Ég fékk einnig viðbrögð frá karlmönnum sem óskuðu eftir því að aðstoða mig við þetta og gefa mér sæðið sitt. Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að tala um, og svaraði þeim bara ekkert.“ Hún segir að ferlið kosti um 150-170 þúsund krónur, hvert skipti. „Það fer reyndar svolítið eftir því hvernig sæði þú velur þér, hvort þú veljir þér opinn sæðisgjafa eða lokaðan,“ segir Sigga Lena sem myndi velja sér opinn sæðisgjafa. „Þá gæti barnið fengið að vita uppruna sinn við átján ára aldur.“En hverju fær hún að ráða þegar hún velur sér sæðisgjafa?„Í raun öllu eins og hárlit, hæð, menntun og húðlit. Þetta er ótrúlegt. Þú ferð bara inn á þessa heimasíða og tikkar í box og þá birtist bara hvað þú getur valið úr og lesið um allt sem viðkomandi hefur að segja. Því næst kemur bréf sem einhver hefur skrifað um þennan einstakling og svo kemur hljóðprufa svo þú heyrir hvernig maðurinn talar.“ Hún segist vera byrjuð að safna sér fyrir ferlinu, þar sem það er alls ekki víst að þetta heppnist eftir eitt skipti. „Ég er mjög spennt og ég er alveg búin að ákveða það með vinkonum mínum að við ætlum að fara í gegnum þetta ferli saman og velja þetta allt saman. Þetta verður bara kósýkvöld. Maskar, hvítvín og sæðisgjafarleit.“ Sigríður ætlar að bíða með þetta í ár og ef ekkert breytist hjá henni í einkalífinu ætlar hún að leita sér hjálpar með gjafasæði. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
„Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum,“ segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. Sigríður var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að klára námið mitt sem þroskaþjálfi í vetur og er að gera það samhliða vinnu. Ég er komin með leið á því að vera ein og langar að fara eignast fjölskyldu.“ Hún segist vera komin með leið á því að fara út að skemmta sér og utanlandsferðirnar eru sífellt að gefa henni minna. Sigríður hefur komið sér vel fyrir í Árbænum. „Ef maðurinn minn kemur, þá kemur hann bara. Ég nenni ekki að eltast við einhvern draum og stoppa líf mitt á meðan,“ segir Sigríður en hún vakti fyrst athygli á málinu þegar hún birti grein á vefsíðunni Fagurkerar. Því næst ræddi Fréttablaðið við hana og hún er enn staðráðin í því að fara þessa leið. „Pælingin var hvort ég gæti eignast fjölskyldu án þess að eignast maka, hvort það væri samfélagslega meðtekið. Ég er búin að tala mikið um þetta við vinkonur mínar og fjölskyldu og er komin á þá niðurstöðu að eignast barn með gjafasæði sé eitthvað fyrir mig. Ef ég geri það, þá kemur karlinn bara kannski seinna, hver veit.“ Hún segist hafa hugsað um þetta í fjögur ár. „Þegar viðtalið kom við mig í Fréttablaðinu um daginn þá sprakk Facebook-ið mitt og Snapchatið mitt, bara stelpur að segja mér reynslusögur frá því hvernig þær höfðu gert þetta og að þær hefðu óskað sér að hafa gert þetta fyrr. Þetta var ótrúlegt og ég er svo viss um að það séu svo margar stelpur í nákvæmlega sömu stöðu og ég.“Sigríður hefur hugsað þetta fram og til baka.Sigríður segir að viðbrögðin hafi líka verið stórfurðuleg. „Ég fékk einnig viðbrögð frá karlmönnum sem óskuðu eftir því að aðstoða mig við þetta og gefa mér sæðið sitt. Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að tala um, og svaraði þeim bara ekkert.“ Hún segir að ferlið kosti um 150-170 þúsund krónur, hvert skipti. „Það fer reyndar svolítið eftir því hvernig sæði þú velur þér, hvort þú veljir þér opinn sæðisgjafa eða lokaðan,“ segir Sigga Lena sem myndi velja sér opinn sæðisgjafa. „Þá gæti barnið fengið að vita uppruna sinn við átján ára aldur.“En hverju fær hún að ráða þegar hún velur sér sæðisgjafa?„Í raun öllu eins og hárlit, hæð, menntun og húðlit. Þetta er ótrúlegt. Þú ferð bara inn á þessa heimasíða og tikkar í box og þá birtist bara hvað þú getur valið úr og lesið um allt sem viðkomandi hefur að segja. Því næst kemur bréf sem einhver hefur skrifað um þennan einstakling og svo kemur hljóðprufa svo þú heyrir hvernig maðurinn talar.“ Hún segist vera byrjuð að safna sér fyrir ferlinu, þar sem það er alls ekki víst að þetta heppnist eftir eitt skipti. „Ég er mjög spennt og ég er alveg búin að ákveða það með vinkonum mínum að við ætlum að fara í gegnum þetta ferli saman og velja þetta allt saman. Þetta verður bara kósýkvöld. Maskar, hvítvín og sæðisgjafarleit.“ Sigríður ætlar að bíða með þetta í ár og ef ekkert breytist hjá henni í einkalífinu ætlar hún að leita sér hjálpar með gjafasæði.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira