Ætlar að eignast barn með gjafasæði: Fær að ráða hárlit, hæð, húðlit og menntun Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2017 10:30 Sigríður Lena segist ekki nenna lengur að eltast við einhvern draum og setja lífið á bið. vísir/eyþór „Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum,“ segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. Sigríður var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að klára námið mitt sem þroskaþjálfi í vetur og er að gera það samhliða vinnu. Ég er komin með leið á því að vera ein og langar að fara eignast fjölskyldu.“ Hún segist vera komin með leið á því að fara út að skemmta sér og utanlandsferðirnar eru sífellt að gefa henni minna. Sigríður hefur komið sér vel fyrir í Árbænum. „Ef maðurinn minn kemur, þá kemur hann bara. Ég nenni ekki að eltast við einhvern draum og stoppa líf mitt á meðan,“ segir Sigríður en hún vakti fyrst athygli á málinu þegar hún birti grein á vefsíðunni Fagurkerar. Því næst ræddi Fréttablaðið við hana og hún er enn staðráðin í því að fara þessa leið. „Pælingin var hvort ég gæti eignast fjölskyldu án þess að eignast maka, hvort það væri samfélagslega meðtekið. Ég er búin að tala mikið um þetta við vinkonur mínar og fjölskyldu og er komin á þá niðurstöðu að eignast barn með gjafasæði sé eitthvað fyrir mig. Ef ég geri það, þá kemur karlinn bara kannski seinna, hver veit.“ Hún segist hafa hugsað um þetta í fjögur ár. „Þegar viðtalið kom við mig í Fréttablaðinu um daginn þá sprakk Facebook-ið mitt og Snapchatið mitt, bara stelpur að segja mér reynslusögur frá því hvernig þær höfðu gert þetta og að þær hefðu óskað sér að hafa gert þetta fyrr. Þetta var ótrúlegt og ég er svo viss um að það séu svo margar stelpur í nákvæmlega sömu stöðu og ég.“Sigríður hefur hugsað þetta fram og til baka.Sigríður segir að viðbrögðin hafi líka verið stórfurðuleg. „Ég fékk einnig viðbrögð frá karlmönnum sem óskuðu eftir því að aðstoða mig við þetta og gefa mér sæðið sitt. Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að tala um, og svaraði þeim bara ekkert.“ Hún segir að ferlið kosti um 150-170 þúsund krónur, hvert skipti. „Það fer reyndar svolítið eftir því hvernig sæði þú velur þér, hvort þú veljir þér opinn sæðisgjafa eða lokaðan,“ segir Sigga Lena sem myndi velja sér opinn sæðisgjafa. „Þá gæti barnið fengið að vita uppruna sinn við átján ára aldur.“En hverju fær hún að ráða þegar hún velur sér sæðisgjafa?„Í raun öllu eins og hárlit, hæð, menntun og húðlit. Þetta er ótrúlegt. Þú ferð bara inn á þessa heimasíða og tikkar í box og þá birtist bara hvað þú getur valið úr og lesið um allt sem viðkomandi hefur að segja. Því næst kemur bréf sem einhver hefur skrifað um þennan einstakling og svo kemur hljóðprufa svo þú heyrir hvernig maðurinn talar.“ Hún segist vera byrjuð að safna sér fyrir ferlinu, þar sem það er alls ekki víst að þetta heppnist eftir eitt skipti. „Ég er mjög spennt og ég er alveg búin að ákveða það með vinkonum mínum að við ætlum að fara í gegnum þetta ferli saman og velja þetta allt saman. Þetta verður bara kósýkvöld. Maskar, hvítvín og sæðisgjafarleit.“ Sigríður ætlar að bíða með þetta í ár og ef ekkert breytist hjá henni í einkalífinu ætlar hún að leita sér hjálpar með gjafasæði. Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
„Ég er 32 ára og bý hérna ein í Árbænum,“ segir Sigríður Lena Sigurbjarnardóttir, flugfreyja, sem er einhleyp og langar í barn. Hún ætlar að öllum líkindum í tæknifrjóvgun með gjafasæði eftir um eitt ár. Sigríður var í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að klára námið mitt sem þroskaþjálfi í vetur og er að gera það samhliða vinnu. Ég er komin með leið á því að vera ein og langar að fara eignast fjölskyldu.“ Hún segist vera komin með leið á því að fara út að skemmta sér og utanlandsferðirnar eru sífellt að gefa henni minna. Sigríður hefur komið sér vel fyrir í Árbænum. „Ef maðurinn minn kemur, þá kemur hann bara. Ég nenni ekki að eltast við einhvern draum og stoppa líf mitt á meðan,“ segir Sigríður en hún vakti fyrst athygli á málinu þegar hún birti grein á vefsíðunni Fagurkerar. Því næst ræddi Fréttablaðið við hana og hún er enn staðráðin í því að fara þessa leið. „Pælingin var hvort ég gæti eignast fjölskyldu án þess að eignast maka, hvort það væri samfélagslega meðtekið. Ég er búin að tala mikið um þetta við vinkonur mínar og fjölskyldu og er komin á þá niðurstöðu að eignast barn með gjafasæði sé eitthvað fyrir mig. Ef ég geri það, þá kemur karlinn bara kannski seinna, hver veit.“ Hún segist hafa hugsað um þetta í fjögur ár. „Þegar viðtalið kom við mig í Fréttablaðinu um daginn þá sprakk Facebook-ið mitt og Snapchatið mitt, bara stelpur að segja mér reynslusögur frá því hvernig þær höfðu gert þetta og að þær hefðu óskað sér að hafa gert þetta fyrr. Þetta var ótrúlegt og ég er svo viss um að það séu svo margar stelpur í nákvæmlega sömu stöðu og ég.“Sigríður hefur hugsað þetta fram og til baka.Sigríður segir að viðbrögðin hafi líka verið stórfurðuleg. „Ég fékk einnig viðbrögð frá karlmönnum sem óskuðu eftir því að aðstoða mig við þetta og gefa mér sæðið sitt. Ég veit ekki alveg hvað þeir voru að tala um, og svaraði þeim bara ekkert.“ Hún segir að ferlið kosti um 150-170 þúsund krónur, hvert skipti. „Það fer reyndar svolítið eftir því hvernig sæði þú velur þér, hvort þú veljir þér opinn sæðisgjafa eða lokaðan,“ segir Sigga Lena sem myndi velja sér opinn sæðisgjafa. „Þá gæti barnið fengið að vita uppruna sinn við átján ára aldur.“En hverju fær hún að ráða þegar hún velur sér sæðisgjafa?„Í raun öllu eins og hárlit, hæð, menntun og húðlit. Þetta er ótrúlegt. Þú ferð bara inn á þessa heimasíða og tikkar í box og þá birtist bara hvað þú getur valið úr og lesið um allt sem viðkomandi hefur að segja. Því næst kemur bréf sem einhver hefur skrifað um þennan einstakling og svo kemur hljóðprufa svo þú heyrir hvernig maðurinn talar.“ Hún segist vera byrjuð að safna sér fyrir ferlinu, þar sem það er alls ekki víst að þetta heppnist eftir eitt skipti. „Ég er mjög spennt og ég er alveg búin að ákveða það með vinkonum mínum að við ætlum að fara í gegnum þetta ferli saman og velja þetta allt saman. Þetta verður bara kósýkvöld. Maskar, hvítvín og sæðisgjafarleit.“ Sigríður ætlar að bíða með þetta í ár og ef ekkert breytist hjá henni í einkalífinu ætlar hún að leita sér hjálpar með gjafasæði.
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira