Ný vinnsla ljós í myrkrinu fyrir Akranes Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. september 2017 06:00 Jónína, Erla og Sella vissu ekki hvað tæki við hjá sér í dag. Allar voru þær án atvinnu eftir brotthvarf HB Granda. Vísir/Anton Brink „Ég á fjögurra ára starfsafmæli hérna 1. september,“ segir Erla Sigurbjörnsdóttir, sem var með þeim síðustu til að yfirgefa bolfisksvinnslu HB Granda á Akranesi í gær er henni var skellt í lás í síðasta skipti. Erla er ein þeirra sem sitja eftir án atvinnu eftir brotthvarfið. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu starfsfólki og öðrum um fyrirætlan sína undir lok marsmánaðar. Í kjölfarið hófust viðræður milli bæjarins og útgerðarinnar um hvort mögulegt væri að gera nauðsynlegar úrbætur á mannvirkjum á staðnum til að forða því að fyrirtækið færi á brott. Það tókst ekki og fengu 86 manns því uppsagnarbréf. „Einhverjir fengu starf hjá Norðanfiski og Vigni [G. Jónsson] og einhverjir ætla að fara til Reykjavíkur en það hafa ekki allir tök á því,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir fiskvinnslukona. Vinnsla í Reykjavík hefjist klukkan átta á morgnana sem þýðir að leggja þurfi af stað um sjö frá Akranesi. Þegar yfirvinna er í boði er byrjað klukkan sex og aftur þarf að fara um klukkutíma fyrr af stað. „Slíkt gengur ekki fyrir fólk með börn sem þarf að koma í leikskóla eða í skóla.“ Líkt og Erla var Jónína atvinnulaus í dagslok í gær. Hún hafði starfað í rúm sjö ár hjá fyrirtækinu og gengið í hin ýmsu störf. Þó var hún oftast inni í vélasal á Baader-vél, að hausa, handflaka eða roðfletta. Erla og Jónína stóðu saman fyrir utan verksmiðjuna ásamt Sesselju Andrésdóttur en hún er aldrei kölluð neitt annað en Sella. Þær segja andrúmsloftið síðasta daginn hafa verið blendið. Framan af degi hafi fólk gantast og hlegið en þegar líða tók á daginn hafi stemningin breyst. Margir hafi tárast. „Ég átti ekki von á því í upphafi dags að gráta en það gerðist síðan,“ segir Jónína. „Ég grét ekki. Ég var alltof reið til þess að gráta,“ segir Sella. Þetta er í annað skiptið sem hún lendir í hópuppsögn af hálfu HB Granda en það gerðist einnig árið 2008 í tengslum við endurskipulagningu. Þá var hún endurráðin. „Ég læt ekki bjóða mér svona einu sinni enn.“ Stöllurnar segja allar að starfsandinn innan vinnslunnar hafi verið frábær. Það hafi komið fyrir að fólk hafi rifist og öskrað sín á milli en það hafi alltaf verið gleymt og grafið jafnóðum. „Meðalstarfsaldurinn í húsinu er held ég yfir tíu ár. Samheldnin er mikil. Þetta er fólk sem hefur unnið ótrúlega lengi saman sem er að lenda í því að tvístrast núna þvers og kruss,“ segir Sella. Þær segja að þær telji líklegt að ef önnur vinnsla verði opnuð á staðnum muni þeir sem þáðu starf í Reykjavík reyna að komast aftur upp á Akranes. Það gæti gerst strax í upphafi næsta árs. Í gær, skömmu eftir að vinnslu HB Granda var lokað, var tilkynnt að Ísfiskur ehf. hefði keypt vinnsluna og hluta vinnslulínunnar fyrir 340 milljónir króna. Fyrirtækið hefur verið rekið í Kópavogi frá stofnun þess árið 1980. Um fjörutíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. „Ég vonast að sjálfsögðu til að hluti núverandi starfsfólks fylgi okkur upp á Skaga,“ segir Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks. Þó verði að sjálfsögðu til einhver störf fyrir heimamenn. „Það var ekkert augljóst pláss fyrir okkur áfram í Kópavogi. Við hlökkum mjög til að fara að vinna með Skagamönnum og lítum framtíðina björtum augum.“ Fréttablaðið sló á þráðinn til Jónínu eftir að fréttirnar af kaupum Ísfisks bárust. Hún sagði það gleðifréttir að nýtt fyrirtæki kæmi í bæinn og vonandi yrðu einhver störf til. Það myndi tíminn þó leiða í ljós.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Ég á fjögurra ára starfsafmæli hérna 1. september,“ segir Erla Sigurbjörnsdóttir, sem var með þeim síðustu til að yfirgefa bolfisksvinnslu HB Granda á Akranesi í gær er henni var skellt í lás í síðasta skipti. Erla er ein þeirra sem sitja eftir án atvinnu eftir brotthvarfið. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu starfsfólki og öðrum um fyrirætlan sína undir lok marsmánaðar. Í kjölfarið hófust viðræður milli bæjarins og útgerðarinnar um hvort mögulegt væri að gera nauðsynlegar úrbætur á mannvirkjum á staðnum til að forða því að fyrirtækið færi á brott. Það tókst ekki og fengu 86 manns því uppsagnarbréf. „Einhverjir fengu starf hjá Norðanfiski og Vigni [G. Jónsson] og einhverjir ætla að fara til Reykjavíkur en það hafa ekki allir tök á því,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir fiskvinnslukona. Vinnsla í Reykjavík hefjist klukkan átta á morgnana sem þýðir að leggja þurfi af stað um sjö frá Akranesi. Þegar yfirvinna er í boði er byrjað klukkan sex og aftur þarf að fara um klukkutíma fyrr af stað. „Slíkt gengur ekki fyrir fólk með börn sem þarf að koma í leikskóla eða í skóla.“ Líkt og Erla var Jónína atvinnulaus í dagslok í gær. Hún hafði starfað í rúm sjö ár hjá fyrirtækinu og gengið í hin ýmsu störf. Þó var hún oftast inni í vélasal á Baader-vél, að hausa, handflaka eða roðfletta. Erla og Jónína stóðu saman fyrir utan verksmiðjuna ásamt Sesselju Andrésdóttur en hún er aldrei kölluð neitt annað en Sella. Þær segja andrúmsloftið síðasta daginn hafa verið blendið. Framan af degi hafi fólk gantast og hlegið en þegar líða tók á daginn hafi stemningin breyst. Margir hafi tárast. „Ég átti ekki von á því í upphafi dags að gráta en það gerðist síðan,“ segir Jónína. „Ég grét ekki. Ég var alltof reið til þess að gráta,“ segir Sella. Þetta er í annað skiptið sem hún lendir í hópuppsögn af hálfu HB Granda en það gerðist einnig árið 2008 í tengslum við endurskipulagningu. Þá var hún endurráðin. „Ég læt ekki bjóða mér svona einu sinni enn.“ Stöllurnar segja allar að starfsandinn innan vinnslunnar hafi verið frábær. Það hafi komið fyrir að fólk hafi rifist og öskrað sín á milli en það hafi alltaf verið gleymt og grafið jafnóðum. „Meðalstarfsaldurinn í húsinu er held ég yfir tíu ár. Samheldnin er mikil. Þetta er fólk sem hefur unnið ótrúlega lengi saman sem er að lenda í því að tvístrast núna þvers og kruss,“ segir Sella. Þær segja að þær telji líklegt að ef önnur vinnsla verði opnuð á staðnum muni þeir sem þáðu starf í Reykjavík reyna að komast aftur upp á Akranes. Það gæti gerst strax í upphafi næsta árs. Í gær, skömmu eftir að vinnslu HB Granda var lokað, var tilkynnt að Ísfiskur ehf. hefði keypt vinnsluna og hluta vinnslulínunnar fyrir 340 milljónir króna. Fyrirtækið hefur verið rekið í Kópavogi frá stofnun þess árið 1980. Um fjörutíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. „Ég vonast að sjálfsögðu til að hluti núverandi starfsfólks fylgi okkur upp á Skaga,“ segir Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks. Þó verði að sjálfsögðu til einhver störf fyrir heimamenn. „Það var ekkert augljóst pláss fyrir okkur áfram í Kópavogi. Við hlökkum mjög til að fara að vinna með Skagamönnum og lítum framtíðina björtum augum.“ Fréttablaðið sló á þráðinn til Jónínu eftir að fréttirnar af kaupum Ísfisks bárust. Hún sagði það gleðifréttir að nýtt fyrirtæki kæmi í bæinn og vonandi yrðu einhver störf til. Það myndi tíminn þó leiða í ljós.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira