Lífið

Nýr þáttur með Pétri Jóhanni: „Það skemmtilegasta sem ég hef gert á ferlinum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pétur fer af stað með þáttinn í október.
Pétur fer af stað með þáttinn í október.
„Þessi þáttur snýst fyrst og fremst um skemmtun en einnig um farartæki í allri sinni mynd,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon, sem fer af stað með glænýjan þátt á Stöð 2 í vetur sem ber nafnið PJ Karsjó.

Pétur segir að þátturinn sé ekki týpískur bílaumfjöllunarþáttur og að gestirnir séu jafn ólíkir og þeir eru margir.

„Þeir koma með mér í alls konar verkefni eins og sendiferðaþríþraut. Annie Mist var nú bara með mér í gær í keppni sem við köllum Moto-crossfit og ég held að það sé nú alveg glæný íþrótt,“ segir Pétur og hlær.

„Þetta er án efa það skemmtilegasta sem ég hef gert, með fullri virðingu fyrir öllu öðru. Ég hef bara svo óendanlega gaman af öllum farartækjum. Hvort sem það er þyrla, bátur, skip eða bíll.“

PJ Karsjó hefst í október.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.