Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 15:17 Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. Markmið ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins, verður að ná samstöðu um hvernig eigi að viðhalda þeirri miklu kaupáttaraukningu sem hefur orðið á undanförnum árum, sem og að byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag þar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áherslur og skipulag ríkisins í komandi kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM og Kennarasamband Íslands. Hann segir að haldið verði áfram að byggja upp það framtíðarfyrirkomulag sem almenn sátt ríki um að þurfi að ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður lögð áhersla á heildarmynd þar sem samvinna, kaupmáttur, árangur og ábyrgð verða leiðarljósin.Vill áframhaldandi samtal „Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% frá janúar 2014 og okkar mikilvægasta verkefni er að ná samstöðu um hvernig við getum viðhaldið þeim kaupmætti. Til þess að gera það er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, það er að þegar allt er tekið saman verði niðurstaðan góð fyrir alla,“ segir Benedikt. „Þess vegna munum við leggja áherslu á að horfa til þróunar efnahagsmála og möguleg áhrif kjarasamninga á hana og öfugt. Þar teljum við mikilvægt að skapa forsendur fyrir stöðugra gengi og lægri vexti auk þess sem lækkun virðisaukaskatts mun styðja við okkar markmið um að styrkja kaupmátt. Þá viljum við fara yfir aðra þætti sem launþegahreyfingarnar hafa lagt áherslu á og miða að því að skapa samkeppnishæft vinnuumhverfi hjá ríkinu, eins og vinnutilhögun og önnur atriði sem snúa ekki endilega beint að launaliðnum.“ Hann segir að jafnframt verði lögð áhersla á að samtalinu ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana „Þessir samningar snúast um það hvernig við getum átt gott og árangursríkt samstarf við opinbera starfsmenn enda byggir allur árangur í ríkisrekstrinum á að laða til sín og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna munum við leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum okkar að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör á sama tíma og við sýnum ábyrgð í fjármálum og efnahagsmálum. Þá leggjum við áherslu á að þetta samtal haldi áfram yfir samningstímann en ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana.“Góð og heiðarleg samskpiti af hálfu ríkisins Á fundinum kynnti fjármála- og efnahagsráðherra jafnframt skipulag ríkisins í viðræðunum. Hann lagði áherslu á að góð og heiðarleg samskipti af hálfu ríkisins, hvort sem er gagnvart viðsemjendum, fjölmiðlum eða almenningi, verði tryggð. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að öll upplýsingagjöf af hálfu ríkisins verði skilvirk og aðgengileg. Guðrún Ragnarsdóttir mun starfa með samninganefndinni sem sérstakur talsmaður og bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Guðrún hefur áður átt sæti í samninganefnd ríkisins og hefur víðtæka reynslu úr opinbera- og einkageiranum en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur verið stjórnarformaður nokkurra ríkisstofnana. Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er formaður samninganefndar ríkisins en hann hefur áratugareynslu af kjaramálum fyrir þess hönd. Kjaramál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Markmið ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins, verður að ná samstöðu um hvernig eigi að viðhalda þeirri miklu kaupáttaraukningu sem hefur orðið á undanförnum árum, sem og að byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag þar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áherslur og skipulag ríkisins í komandi kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM og Kennarasamband Íslands. Hann segir að haldið verði áfram að byggja upp það framtíðarfyrirkomulag sem almenn sátt ríki um að þurfi að ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður lögð áhersla á heildarmynd þar sem samvinna, kaupmáttur, árangur og ábyrgð verða leiðarljósin.Vill áframhaldandi samtal „Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% frá janúar 2014 og okkar mikilvægasta verkefni er að ná samstöðu um hvernig við getum viðhaldið þeim kaupmætti. Til þess að gera það er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, það er að þegar allt er tekið saman verði niðurstaðan góð fyrir alla,“ segir Benedikt. „Þess vegna munum við leggja áherslu á að horfa til þróunar efnahagsmála og möguleg áhrif kjarasamninga á hana og öfugt. Þar teljum við mikilvægt að skapa forsendur fyrir stöðugra gengi og lægri vexti auk þess sem lækkun virðisaukaskatts mun styðja við okkar markmið um að styrkja kaupmátt. Þá viljum við fara yfir aðra þætti sem launþegahreyfingarnar hafa lagt áherslu á og miða að því að skapa samkeppnishæft vinnuumhverfi hjá ríkinu, eins og vinnutilhögun og önnur atriði sem snúa ekki endilega beint að launaliðnum.“ Hann segir að jafnframt verði lögð áhersla á að samtalinu ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana „Þessir samningar snúast um það hvernig við getum átt gott og árangursríkt samstarf við opinbera starfsmenn enda byggir allur árangur í ríkisrekstrinum á að laða til sín og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna munum við leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum okkar að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör á sama tíma og við sýnum ábyrgð í fjármálum og efnahagsmálum. Þá leggjum við áherslu á að þetta samtal haldi áfram yfir samningstímann en ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana.“Góð og heiðarleg samskpiti af hálfu ríkisins Á fundinum kynnti fjármála- og efnahagsráðherra jafnframt skipulag ríkisins í viðræðunum. Hann lagði áherslu á að góð og heiðarleg samskipti af hálfu ríkisins, hvort sem er gagnvart viðsemjendum, fjölmiðlum eða almenningi, verði tryggð. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að öll upplýsingagjöf af hálfu ríkisins verði skilvirk og aðgengileg. Guðrún Ragnarsdóttir mun starfa með samninganefndinni sem sérstakur talsmaður og bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Guðrún hefur áður átt sæti í samninganefnd ríkisins og hefur víðtæka reynslu úr opinbera- og einkageiranum en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur verið stjórnarformaður nokkurra ríkisstofnana. Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er formaður samninganefndar ríkisins en hann hefur áratugareynslu af kjaramálum fyrir þess hönd.
Kjaramál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira