Innlent

Formaður starfsmannafélags ákærður fyrir fjárdrátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Austurlands.
Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Austurlands. Vísir/Pjetur
Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af lögreglustjóranum á Austurlandi fyrir fjárdrátt í starfi sem formaður starfsmannafélags. Brotin áttu sér stað á árunum 2011 til 2015 en konan er sökuð um að hafa dregið sér tæplega átta milljónir króna.

Alls tók konan 125 sinnum peninga af reikningum starfsmannafélagsins. 92 sinnum millifærði hún peninga af reikningi félagsins yfir á eigin reikning en upphæðirnar voru allt að 230 þúsund krónur. 

Átján sinnum millifærði hún af sama reikningi yfir á greiðslukort sitt, mest 178500 krónum í einni færslu. Þá fór hún tíu sinnum í útibú Landsbankans og tók reiðufé út af reikningi starfsmannafélagsins, mest 230 þúsund krónur.

Starfsmannafélagið fer fram á að konan greiði 9,3 milljónir króna í skaðabætur auk áfallinna vaxta og kostnaðar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×