Auka verulega stuðning við flóttafólk Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2017 06:00 Þorsteinn Víglundsson með sýrlenskum flóttamönnum sem íslensk stjórnvöld buðu að setjast að hér á landi um síðustu áramót. Vísir/Stefán Útgjöld til móttöku flóttamanna og hælisleitenda sem veitt er hæli hér á landi munu meira en tvöfaldast á næsta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer upphæðin úr 150 milljónum í 410 milljónir. „Það er verið að auka verulega áhersluna á málaflokkinn. Þar er bæði aukin móttaka kvótaflóttamanna á milli ára en ekki er síður verið að verja fjármagni til þess að bæta frekar móttökur þeirra sem hér fá hæli,“ segir Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra. Markmiðið sé að samræma betur þá þjónustu, sem veitt er þeim sem fá hæli hér á landi, við þá þjónustu sem kvótaflóttamönnum er veitt þegar kemur að húsnæðisleit, atvinnuleit og öðrum úrræðum. Þorsteinn staðfestir að verið sé að ríflega tvöfalda upphæðina milli ára. Sú verkaskipting er höfð meðal ráðuneyta í málefnum innflytjenda og hælisleitenda að dómsmálaráðuneytið er ábyrgt fyrir Útlendingastofnun og ákvörðun um það hverjir fá hér hæli og hverjir ekki. En í málefnum kvótaflóttamanna marka utanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið stefnuna, hversu margir flóttamenn koma og hvaðan þeir koma. Eins og fram kom í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu í síðustu viku hefur sú stefna verið mörkuð fyrir næsta ár. Tekið verður á móti 50 flóttamönnum, einkum fólki frá Sýrlandi og hinsegin flóttamönnum. Velferðarráðuneytið er síðan ábyrgt fyrir kvótaflóttamönnunum þegar þeir eru komnir til landsins og hælisleitendum sem hefur verið veitt hæli. „Það er verið að tala um aðgerðir til að tryggja sem árangursríkasta aðlögun. Það er verið að tala um íslenskukennslu, aðstoð við húsnæðisleit, aðstoð við atvinnuleit og svo framvegis. Til að tryggja það að fólk komist sem hraðast inn í samfélagið og verði virkir samfélagsþegnar,“ segir Þorsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Útgjöld til móttöku flóttamanna og hælisleitenda sem veitt er hæli hér á landi munu meira en tvöfaldast á næsta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer upphæðin úr 150 milljónum í 410 milljónir. „Það er verið að auka verulega áhersluna á málaflokkinn. Þar er bæði aukin móttaka kvótaflóttamanna á milli ára en ekki er síður verið að verja fjármagni til þess að bæta frekar móttökur þeirra sem hér fá hæli,“ segir Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra. Markmiðið sé að samræma betur þá þjónustu, sem veitt er þeim sem fá hæli hér á landi, við þá þjónustu sem kvótaflóttamönnum er veitt þegar kemur að húsnæðisleit, atvinnuleit og öðrum úrræðum. Þorsteinn staðfestir að verið sé að ríflega tvöfalda upphæðina milli ára. Sú verkaskipting er höfð meðal ráðuneyta í málefnum innflytjenda og hælisleitenda að dómsmálaráðuneytið er ábyrgt fyrir Útlendingastofnun og ákvörðun um það hverjir fá hér hæli og hverjir ekki. En í málefnum kvótaflóttamanna marka utanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið stefnuna, hversu margir flóttamenn koma og hvaðan þeir koma. Eins og fram kom í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu í síðustu viku hefur sú stefna verið mörkuð fyrir næsta ár. Tekið verður á móti 50 flóttamönnum, einkum fólki frá Sýrlandi og hinsegin flóttamönnum. Velferðarráðuneytið er síðan ábyrgt fyrir kvótaflóttamönnunum þegar þeir eru komnir til landsins og hælisleitendum sem hefur verið veitt hæli. „Það er verið að tala um aðgerðir til að tryggja sem árangursríkasta aðlögun. Það er verið að tala um íslenskukennslu, aðstoð við húsnæðisleit, aðstoð við atvinnuleit og svo framvegis. Til að tryggja það að fólk komist sem hraðast inn í samfélagið og verði virkir samfélagsþegnar,“ segir Þorsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira