Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna nú að komast að samkomulagi vegna stöðunnar sem upp er komin í borgarstjórn í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar úr Framsóknarflokknum. Snúin staða er komin upp í flokknum. Samsett Mynd „Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans. Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans.
Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20