Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2017 13:30 Edda fær frábæra dóma. Ljósmynd/Brynjar Snær. Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. Gagnrýnandi Screen Daily heillast af frammistöðu Eddu Björgvinsdóttur og eys hana lofi. „Senuþjófurinn Edda Björgvinsdóttir á í raun og veru þessa mynd. Hún geislar af biturð og spýtir út úr sér blótsyrðum af slíkum krafti og öryggi að persóna hennar fer samstundis á spjöld kvikmyndasögunnar í flokki eftirminnilegra kvenhetja,“ segir gagnrýnandi Screen Daily í umfjöllun sinni um kvikmyndina. Undir trénu var valin til að keppa til verðlauna á hátíðinni í flokknum Orizzonti, fyrst íslenskra kvikmynda í fullri lengd. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg / 2011, París norðursins / 2014) er leikstjóri myndarinnar og skrifaði handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úti í Feneyjum fyrir stundu. Myndin er frumsýnd úti klukkan 14:00 að íslenskum tíma.Dramatísk með þrillerkenndu ívafi Undir trénu er dramatísk mynd með eitruðum húmor og þrillerkenndu ívafi þar sem margir af okkar þekktustu leikurum sýna á sér nýjar og magnaðar hliðar. Agnes (Lára Jóhanna) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór H. Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. Gagnrýnandi Screen Daily heillast af frammistöðu Eddu Björgvinsdóttur og eys hana lofi. „Senuþjófurinn Edda Björgvinsdóttir á í raun og veru þessa mynd. Hún geislar af biturð og spýtir út úr sér blótsyrðum af slíkum krafti og öryggi að persóna hennar fer samstundis á spjöld kvikmyndasögunnar í flokki eftirminnilegra kvenhetja,“ segir gagnrýnandi Screen Daily í umfjöllun sinni um kvikmyndina. Undir trénu var valin til að keppa til verðlauna á hátíðinni í flokknum Orizzonti, fyrst íslenskra kvikmynda í fullri lengd. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg / 2011, París norðursins / 2014) er leikstjóri myndarinnar og skrifaði handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úti í Feneyjum fyrir stundu. Myndin er frumsýnd úti klukkan 14:00 að íslenskum tíma.Dramatísk með þrillerkenndu ívafi Undir trénu er dramatísk mynd með eitruðum húmor og þrillerkenndu ívafi þar sem margir af okkar þekktustu leikurum sýna á sér nýjar og magnaðar hliðar. Agnes (Lára Jóhanna) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Með aðalhlutverk í Undir trénu fara Steinþór H. Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira