Haustspá Siggu Kling - Krabbinn: Þú ert sú týpan sem vilt borga borðið 1. september 2017 09:00 Elsku fallegi Krabbinn minn, þetta er búið að vera merkilegt sumar sem hefur gefið þér sjálfstraust á svo marga vegu. En núna ertu mikið að hugsa um að þú þurfir og viljir vera handviss um að þú sért að gera rétt og hafir lagt þig allan fram. Þú ert sú týpan sem vilt borga borðið á veitingahúsunum og "tríta" vini þína með gjöfum, en líka til að sýna hversu mikinn klassa þú hefur. En þegar þú gefur of mikið eða meira en þú átt getur það nálgast yfirborðsmennsku. Það fær þig til að finnast eins og þú sért með holu í hjartanu og draga úr þessari skínandi persónu sem þú ert. Svo hleyptu þeim inn sem langar svo sannarlega að hjálpa þér áfram, deila með þér lífinu og hleypa birtu inn í það. Hvar sem þú ert staddur í þjóðfélaginu ertu með þennan X-factor til að skína. Svo aldrei efast um að þú sért stjarna, sama hvar þú ert staddur og alveg sama á hvaða kaliberi. Þú ert mikill sögumaður, fólk elskar að hlusta á þig segja frá einföldum atvikum og gera þau að svo mögnuðum sögum að fólk nær ekki andanum. Þú ert á mjög merkilegum tímapunkti núna. Þú flakkar í huganum frá því að finnast eins og þú getir allt og yfir í það að þú sjáir ekki sólina og að lífið hafi ekki tilgang. Þú ert tilfinningaleg háspenna. Ef þú skoðar þá sem hafa náð árangri í lífinu þá einkennir þær persónur akkúrat þetta viðhorf; „ég get allt“ niður í „ég get ekkert“. Þú kemur til með að ná betri stjórn á þessum tilfinningalegu hæfileikum og það hafa verið miklir möguleikar á breytingum hjá þér síðan í júní, en þú þarft að segja: "JÁ" við því að þú sért tilbúinn í þessar blessuðu breytingar. Í ástarlífinu viltu innst inni bara eiga venjulegt fjölskyldulíf og eiga í eðlilegu samband við maka þar sem þú færð að vera þú sjálfur. En það hentar þér ekki að taka mikla áhættu í ástamálunum. Þú vilt heldur setja ástina niður í Excel-skjal; vega og meta kosti og galla, og hafa þannig allt á hreinu í þeim efnum. Ef þú lítur aftur í tímann eru það ástamálin sem hafa flækt líf þitt mest og þú þarft að vinna mikið í því á næstunni: að einfalda líf þitt og greiða úr flækjunum. Ef þú gerir það ekki þá flækistu í óreiðunni og dettur um sjálfan þig. Þú ert, elskan mín eins og bambusinn: þú getur bognað en brotnar aldrei. Margt hefur gerst undanfarin misseri og hvort sem þér hefur þótt það erfitt eða létt felur það í sér lykilinn að góðu ári en þitt ár hefst miðsumars og endar að sjálfsögðu á næsta ári í kringum afmælið þitt. Setningin til þín er: Vertu glaður - If you‘re happy – Pharrell WilliamsFrægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira
Elsku fallegi Krabbinn minn, þetta er búið að vera merkilegt sumar sem hefur gefið þér sjálfstraust á svo marga vegu. En núna ertu mikið að hugsa um að þú þurfir og viljir vera handviss um að þú sért að gera rétt og hafir lagt þig allan fram. Þú ert sú týpan sem vilt borga borðið á veitingahúsunum og "tríta" vini þína með gjöfum, en líka til að sýna hversu mikinn klassa þú hefur. En þegar þú gefur of mikið eða meira en þú átt getur það nálgast yfirborðsmennsku. Það fær þig til að finnast eins og þú sért með holu í hjartanu og draga úr þessari skínandi persónu sem þú ert. Svo hleyptu þeim inn sem langar svo sannarlega að hjálpa þér áfram, deila með þér lífinu og hleypa birtu inn í það. Hvar sem þú ert staddur í þjóðfélaginu ertu með þennan X-factor til að skína. Svo aldrei efast um að þú sért stjarna, sama hvar þú ert staddur og alveg sama á hvaða kaliberi. Þú ert mikill sögumaður, fólk elskar að hlusta á þig segja frá einföldum atvikum og gera þau að svo mögnuðum sögum að fólk nær ekki andanum. Þú ert á mjög merkilegum tímapunkti núna. Þú flakkar í huganum frá því að finnast eins og þú getir allt og yfir í það að þú sjáir ekki sólina og að lífið hafi ekki tilgang. Þú ert tilfinningaleg háspenna. Ef þú skoðar þá sem hafa náð árangri í lífinu þá einkennir þær persónur akkúrat þetta viðhorf; „ég get allt“ niður í „ég get ekkert“. Þú kemur til með að ná betri stjórn á þessum tilfinningalegu hæfileikum og það hafa verið miklir möguleikar á breytingum hjá þér síðan í júní, en þú þarft að segja: "JÁ" við því að þú sért tilbúinn í þessar blessuðu breytingar. Í ástarlífinu viltu innst inni bara eiga venjulegt fjölskyldulíf og eiga í eðlilegu samband við maka þar sem þú færð að vera þú sjálfur. En það hentar þér ekki að taka mikla áhættu í ástamálunum. Þú vilt heldur setja ástina niður í Excel-skjal; vega og meta kosti og galla, og hafa þannig allt á hreinu í þeim efnum. Ef þú lítur aftur í tímann eru það ástamálin sem hafa flækt líf þitt mest og þú þarft að vinna mikið í því á næstunni: að einfalda líf þitt og greiða úr flækjunum. Ef þú gerir það ekki þá flækistu í óreiðunni og dettur um sjálfan þig. Þú ert, elskan mín eins og bambusinn: þú getur bognað en brotnar aldrei. Margt hefur gerst undanfarin misseri og hvort sem þér hefur þótt það erfitt eða létt felur það í sér lykilinn að góðu ári en þitt ár hefst miðsumars og endar að sjálfsögðu á næsta ári í kringum afmælið þitt. Setningin til þín er: Vertu glaður - If you‘re happy – Pharrell WilliamsFrægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Sjá meira