Innlent

Hálendisnefnd vill ræsið burt

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Umdeilt ræsi í Laugkvísl.
Umdeilt ræsi í Laugkvísl. Mynd/Kári Jónasson
Hálendisnefnd Rangárþings ytra vill að sveitarstjórnin sjá til þess að ræsi, sem Vegagerðin setti í Laugakvísl í Landmannalaugum í sumar, verði fjarlægt og umhverfið fært til fyrra horfs.

Hálendisnefndin segir ræsið alls ekki til bóta og vera lýti á umhverfinu. „Auk þess hefur það verið yfirlýst stefna sveitarfélagsins og stýrihóps um deiliskipulag í Landmannalaugum að ekki eigi að auka aðgengi inn á laugasvæðið. Jafnframt undrast nefndin að ekki skuli hafa verið leitað eftir leyfum til framkvæmdarinnar eins og lög gera ráð fyrir,“ segir í bókun. Byggðaráðið segir ljóst að ræsið víki strax í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×