Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Benedikt Bóas skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Mósan ásamt Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. MYND/KOLBRÚN HRAFNSDÓTTIR Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00