Innlent

Bein útsending: Yeonmi Park í Háskóla Íslands

Stefán Ó. Jónson skrifar
Bók Yeomni Park hefur selst í bílförmum um allan heim.
Bók Yeomni Park hefur selst í bílförmum um allan heim. Vísir/Getty
Yeonmi Park, höfundur bókarinnar Með lífið að veði, heldur fyrirlestur um ástandið í Norður-Kóreu í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag.

Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og verður Háskóli Íslands með beina útsendingu sem nálgast má hér að neðan - sem og með því að smella hér.

Yeonmi Park flúði Norður-Kóreu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var 13 ára og berst nú gegn mannréttindabrotum sem eiga sér þar stað undir stjórn Kim Jong-un. Bók hennar hefur setið í efstu sætum metsölulistans hér heima og búist er við fjölmenni á fundinn á eftir.

Þannig hafa rúmlega 500 manns boðað komu sína á fyrirlestur hennar í Hátíðasalnum í dag sem er opinn öllum.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Bjarni Bendiktsson, forsætisráðherra, setur fundinn og býður Yeonmi Park velkomna.
  • Yeonmi Park flytur erindi.
  • Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, mun bregðast við ávarpi Yeonmi Park og stýra fundinum.
Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki klukkan 13:15. Útsendingu má nálgast með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×