Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2017 21:30 DC-3 heimsreisuvélin í Japan. Fjallið Fuji í baksýn. Mynd/Breitling. 77 ára gömul flugvél af gerðinni Douglas DC-3 er væntanleg til Reykjavíkur á morgun, laugardag, frá Grænlandi. Flugvélin er í hnattflugi og er henni ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Vélin kom til Narsarsuaq í dag og er áætlað að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 16 á morgun. Flugvélin er merkt svissneska úrafyrirtækinu Breitling. Hún flaug jómfrúarflug sitt 9. mars 1940 og var lengi í eigu bandarískra flugfélaga. Breitling styrkti endurnýjun vélarinnar fyrir tæpum áratug og hefur hún síðan tekið þátt í flugsýningum víða um heim.Hnattflug Breitling hófst í Genf í mars og er ráðgert að ljúka heimsreisunni eftir þrjár vikur. Vélin flaug fyrst til landa á Balkanskaganum, síðan um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku. Íslendingar eiga eina slíka flughæfa vél, sem er Páll Sveinsson, áður Gljáfaxi. Áformað er að íslenski þristurinn heiðri heimsreisu þessarar systurvélar sinnar og er ráðgert að þær fljúgi saman yfir Reykjavík og nágrenni á sunnudag, ef veður leyfir. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson.Frá Íslandi er áætlað að Breitling-þristurinn fljúgi á mánudag til Kataness í Skotlandi. Síðan er ráðgert að fljúga suður yfir Bretland með viðkomu í Edinburgh og Manchester og lenda á Farnborough-flugvelli við London þann 2. september. Vélinni verður síðan flogið milli helstu borga Evrópu, og komið við í París, Frankfurt, Mílanó og Genf áður en heimsreisunni lýkur í Sviss á Breitling Sion-flugsýningunni þann 13. september. Þristurinn þykir ein markverðasta flugvél flugsögunnar og olli þáttaskilum í farþegaflugi, þar á meðal á Íslandi. Alls voru framleidd um 16 þúsund eintök af DC-3 og hernaðarútgáfunni C-47. Margar vélanna eru enn í notkun í atvinnuskyni, 82 árum eftir að fyrstu eintökin voru smíðuð. Tengdar fréttir Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
77 ára gömul flugvél af gerðinni Douglas DC-3 er væntanleg til Reykjavíkur á morgun, laugardag, frá Grænlandi. Flugvélin er í hnattflugi og er henni ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Vélin kom til Narsarsuaq í dag og er áætlað að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 16 á morgun. Flugvélin er merkt svissneska úrafyrirtækinu Breitling. Hún flaug jómfrúarflug sitt 9. mars 1940 og var lengi í eigu bandarískra flugfélaga. Breitling styrkti endurnýjun vélarinnar fyrir tæpum áratug og hefur hún síðan tekið þátt í flugsýningum víða um heim.Hnattflug Breitling hófst í Genf í mars og er ráðgert að ljúka heimsreisunni eftir þrjár vikur. Vélin flaug fyrst til landa á Balkanskaganum, síðan um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku. Íslendingar eiga eina slíka flughæfa vél, sem er Páll Sveinsson, áður Gljáfaxi. Áformað er að íslenski þristurinn heiðri heimsreisu þessarar systurvélar sinnar og er ráðgert að þær fljúgi saman yfir Reykjavík og nágrenni á sunnudag, ef veður leyfir. Íslenski þristurinn Páll Sveinsson.Frá Íslandi er áætlað að Breitling-þristurinn fljúgi á mánudag til Kataness í Skotlandi. Síðan er ráðgert að fljúga suður yfir Bretland með viðkomu í Edinburgh og Manchester og lenda á Farnborough-flugvelli við London þann 2. september. Vélinni verður síðan flogið milli helstu borga Evrópu, og komið við í París, Frankfurt, Mílanó og Genf áður en heimsreisunni lýkur í Sviss á Breitling Sion-flugsýningunni þann 13. september. Þristurinn þykir ein markverðasta flugvél flugsögunnar og olli þáttaskilum í farþegaflugi, þar á meðal á Íslandi. Alls voru framleidd um 16 þúsund eintök af DC-3 og hernaðarútgáfunni C-47. Margar vélanna eru enn í notkun í atvinnuskyni, 82 árum eftir að fyrstu eintökin voru smíðuð.
Tengdar fréttir Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45