Lífið

Í rúman sólarhring fyrir utan H&M: Höfuðverkur, svimi og blóðsykursfall en annars spennt

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Vísir/Andri Marínó

Freydís Björg Óttarsdóttir sem mætti fyrst í röðina fyrir utan verslunina H&M sem opnar í Smáralind klukkan 12 í dag hefur nú beðið í rúman sólarhring.

Í samtali við fréttafólk Vísis sem eru á staðnum segist hún vera full tilhlökkunar þrátt fyrir erfiða nótt. „Þetta gekk erfiðlega á tímabili. Það var óþægilegt að sofa á gólfinu og ég var með svima og höfuðverk. Það var ábyggilega vegna þess að ég var ekki að drekka nóg og var ekki að fá ferskt loft. En núna líður mér mjög vel og er spennt.“

Sjá einnig: Freydís Björg er mætt fyrir utan H&M og ætlar að bíða í sólarhring í röðinni

Segir hún að þetta sé enn þess virði og „sérstaklega núna þegar það er svona stutt í opnunina.“ Segir hún jafnframt að hún hafi fengið mikla athygli á síðasta sólarhringnum.

Freydís er ekki komin með gjafabréfið í hendurnar en er þó komin með gjafapoka.

„Þetta er bara ævintýri fyrir mig,“ segir Freydís.
 

H&M

Tengdar fréttir

Fólk mun aldrei hætta að pæla í tísku

Listrænn stjórnandi H&M, Ann-Sofie Johansson, er stödd á Íslandi vegna komu H&M til landsins. Hún hefur áhugaverðar hugmyndir um framtíð tísku og hönnun og veit fyrir víst að fólk mun aldrei hætta að spá í tískustrauma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.