Lífið

Bein útsending: H&M opnar dyrnar í Smáralindinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti einstaklingurinn mætti í röðina 24 klukkustundum fyrir opnun.
Fyrsti einstaklingurinn mætti í röðina 24 klukkustundum fyrir opnun. Vísir/SÁP

Tískurisinn H&M opnar sína fyrstu verslun á Íslandi í Smáralindinni í dag og verður viðskiptavinum hleypt inn í hollum klukkan tólf.

Freydís Björg Óttarsdóttir mætti í röðina í hádeginu í gær og hefur beðið þar í alla nótt. Þrír voru komnir í röðina rétt eftir miðnætti. Smáralindin hefur verið opin í alla nótt og hafa spenntir viðskiptavinir ekki þurft að bíða úti í röð eftir opnun verslunarinnar.

Vísir verður með beina útsendingu frá röðinni í dag og verður hægt að fylgjast með mannfjöldanum inni í Smáralind.

Klukkan 11:30 mæta fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir og fjalla nánar um opnunina í beinni útsendingu frá Smáralindinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á óvæntu atriði í fyrir utan verslunina nokkrum mínútum áður en verslunin verður opnuð.

Útsendingunni er lokið.

H&M

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.