Lífið

Myndasafn frá opnun H&M

Starfsmenn verslunarinnar stigu trylltan dans.
Starfsmenn verslunarinnar stigu trylltan dans. Vísir/Andri Marinó
Margt var um manninn þegar verslun H&M opnaði dyrnar í Smáralind nú í hádeginu,Talið er að um 300 manns hafi staðið í röðinni þegar mest var og fylgdist Vísir grannt með gangi máli í beinni útsendingu. Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir, sem hvað þekktastar eru sem tvíeykið Þær Tvær, héldu uppi fjörinu og starfsmenn H&M stigu trylltan dans skömmu áður en verslunin loks opnaði.Sjá einnig: Í rúman sólarhring fyrir utan H&M: Höfuðverkur, svimi og blóðsykursfall en annars spenntGlatt var á hjalla og var ekki að sjá annað en að gestir Smáralindar kynnu vel að meta það sem fyrir augu bar.Ljósmyndari Vísis, Andri Marínó, var með myndavélina á lofti og fangaði augnablikið eins og honum einum er lagið.

Vísir/Andri Marinó
Vísir/Andri Marinó

Tengd skjöl

H&MFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.