Lífið

Myndasafn frá opnun H&M

Starfsmenn verslunarinnar stigu trylltan dans.
Starfsmenn verslunarinnar stigu trylltan dans. Vísir/Andri Marinó

Margt var um manninn þegar verslun H&M opnaði dyrnar í Smáralind nú í hádeginu,

Talið er að um 300 manns hafi staðið í röðinni þegar mest var og fylgdist Vísir grannt með gangi máli í beinni útsendingu. 

Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir, sem hvað þekktastar eru sem tvíeykið Þær Tvær, héldu uppi fjörinu og starfsmenn H&M stigu trylltan dans skömmu áður en verslunin loks opnaði.

Sjá einnig: Í rúman sólarhring fyrir utan H&M: Höfuðverkur, svimi og blóðsykursfall en annars spennt

Glatt var á hjalla og var ekki að sjá annað en að gestir Smáralindar kynnu vel að meta það sem fyrir augu bar.

Ljósmyndari Vísis, Andri Marínó, var með myndavélina á lofti og fangaði augnablikið eins og honum einum er lagið.

H&M


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.