Lífið

Sjáðu útsendingu Vísis frá opnun H&M í heild sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri Marinó tók meðfylgjandi myndir á svæðinu í dag.
Andri Marinó tók meðfylgjandi myndir á svæðinu í dag.

Margt var um manninn þegar verslun H&M á Íslandi opnaði dyrnar í Smáralind í hádeginu á laugardaginn en Vísir var með beina útsendingu frá opnuninni. Nokkur hundruð manns biðu í röð eftir að fá að komast inn en röðin náði endanna á milli í Smáralind.

Stefán Árni Pálsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir ræddu við tvær fremstu konurnar í röðinni, auk þess sem tískusérfræðingarnir Lína Birgitta og Stefán John Turner ræddu komu H&M til landsins.

Undir lok útsendingarinnar var síðan spjallað við Filip Ekvall, svæðisstjóra H&M á Norðurlöndunum.

Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir, sem hvað þekktastar eru sem tvíeykið Þær Tvær, héldu uppi fjörinu og starfsmenn H&M stigu trylltan dans skömmu áður en verslunin loks opnaði.

Hér að neðan má sjá útsendinguna í heild sinni.

H&M


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.