Segir skammarlega tekið á málinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 19:30 Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira