Segir skammarlega tekið á málinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 19:30 Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira