Segir skammarlega tekið á málinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 19:30 Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna. Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira
Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna.
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Sjá meira