Áhyggjufullur, í losti og talaði enga ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2017 09:15 Friðjón Snorrason, franski vinur þeirra og Sveinn Breki eftir að málunum hafði verið bjargað. Úr einkasafni Það voru íslenskir hjólreiðakappar í hálendisferð með 24 Bandaríkjamönnum sem komu áttavilltum frönskum ferðamanni til bjargar á Landsvegi vestan Heklu á laugardagskvöldið. Sá franski hafði orðið viðskila við samferðafólk sitt á Heklu fyrr um daginn og hófst formleg leit að honum um klukkan tíu um kvöldið. Sveinn Breki Hróbjartsson var einn Íslendinganna í hópnum sem kom að Frakkanum þar sem hann var að reyna að húkka sér far. Sveinn segir þann franska hafa verið afar áhyggjufullan. Ekki hafi bætt úr skák að hann talaði enga ensku og því reyndist erfitt að átta sig á vandræðum hans. Sveinn og félagar höfðu ekki hugmynd um að leit stæði yfir að manninum. „Hann hafði bullandi áhyggjur, var í smá losti og frekar illa klæddur. Hann var símalaus en reyndi að muna númerið hjá konunni sinni, en mundi það ekki,“ segir Sveinn Breki. Þeir hafi lítið skilið í honum og hringt í franskan vin sinn sem hafi reynt að setja sig í hlutverk túlks. Það skilaði litllu.Hekla gaus síðast árið 2000.Vísir/Vilhelm„Það gekk ekkert að fá upplýsingar fyrr en við hringjum í björgunarsveitirnar,“ segir Sveinn. Þá var þeim tjáð að leit stæði yfir að manninum. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leit að manninum kom honum til móts við samferðafólk hans. „Það lifnaði yfir honum og hann var farinn að grínast, orðinn kampakátur.“ Sveinn Breki var sem fyrr segir í sex daga hálendisferð á vegum Bike Company ásamt félaga sínum Friðjóni Snorrasyni og 24 Bandaríkjamönnum. Þeir voru komnir á áfangastað sinn um kvöldið en ákváðu að skjótast í kvöldferð að Þjófafossi. Hópurinn sneri þó við á leiðinni þangað, af tilviljun að sögn Sveins Breka, og hjóluðu í flasið á þeim franska. Sendu þeir hópinn á undan sér en þeir Sveinn og Friðjón urðu eftir með þeim franska og hjálpuðu honum að komast til vina sinna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Það voru íslenskir hjólreiðakappar í hálendisferð með 24 Bandaríkjamönnum sem komu áttavilltum frönskum ferðamanni til bjargar á Landsvegi vestan Heklu á laugardagskvöldið. Sá franski hafði orðið viðskila við samferðafólk sitt á Heklu fyrr um daginn og hófst formleg leit að honum um klukkan tíu um kvöldið. Sveinn Breki Hróbjartsson var einn Íslendinganna í hópnum sem kom að Frakkanum þar sem hann var að reyna að húkka sér far. Sveinn segir þann franska hafa verið afar áhyggjufullan. Ekki hafi bætt úr skák að hann talaði enga ensku og því reyndist erfitt að átta sig á vandræðum hans. Sveinn og félagar höfðu ekki hugmynd um að leit stæði yfir að manninum. „Hann hafði bullandi áhyggjur, var í smá losti og frekar illa klæddur. Hann var símalaus en reyndi að muna númerið hjá konunni sinni, en mundi það ekki,“ segir Sveinn Breki. Þeir hafi lítið skilið í honum og hringt í franskan vin sinn sem hafi reynt að setja sig í hlutverk túlks. Það skilaði litllu.Hekla gaus síðast árið 2000.Vísir/Vilhelm„Það gekk ekkert að fá upplýsingar fyrr en við hringjum í björgunarsveitirnar,“ segir Sveinn. Þá var þeim tjáð að leit stæði yfir að manninum. Björgunarsveitarfólk sem var á leið í leit að manninum kom honum til móts við samferðafólk hans. „Það lifnaði yfir honum og hann var farinn að grínast, orðinn kampakátur.“ Sveinn Breki var sem fyrr segir í sex daga hálendisferð á vegum Bike Company ásamt félaga sínum Friðjóni Snorrasyni og 24 Bandaríkjamönnum. Þeir voru komnir á áfangastað sinn um kvöldið en ákváðu að skjótast í kvöldferð að Þjófafossi. Hópurinn sneri þó við á leiðinni þangað, af tilviljun að sögn Sveins Breka, og hjóluðu í flasið á þeim franska. Sendu þeir hópinn á undan sér en þeir Sveinn og Friðjón urðu eftir með þeim franska og hjálpuðu honum að komast til vina sinna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Týndur ferðamaður fannst þar sem hann var að húkka far Björgunarsveitarfólk leitaði að týndum ferðamanni á Heklu í gær. Maðurinn fannst eftir skamma leit vestan við fjallið þar sem hann var að reyna að húkka far. 13. ágúst 2017 08:49