Úthúðar fyrrverandi í skilaboðum til vina og athugasemdakerfum fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2017 22:00 Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn sent vinum konunnar skilaboð þar sem hann úthúðar sinni fyrrverandi sambýliskonu. Vísir/Getty 35 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Hann er sakaður um að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Árásin átti sér stað á heimili mannsins á höfuðborgarsvæðinu. Það var í maí í fyrra sem maðurinn réðst á konuna, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Ýtti hann henni í gólfið, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að öndunarvegi hennar. Tók hann fyrir vit hennar með annarri hendi, sló hana ítrekað í andlit og líkama, hélt henni niðri í gólfinu með báðum hnjám og sló ítrekað með olnboga í brjóstkassa. Ýtti hann andliti hennar niður í gólfið, beit í vinstri handlegg og reif í hár hennar. Á meðan á árásinni stóð hótaði hann konunni lífláti og svipti frelsi þegar hann meinaði henni útgöngu úr íbúðinni. Konan segist hafa ítrekað beðið um að fá að komast út og þegar hún komst að útidyrahurð á meðan árásinni stóð dró hann hana til baka. Þannig svipti maðurinn sambýliskonuna fyrrverandi frelsi í eina til tvær klukkustundir þar til hún komst úr íbúðinni og lögregla var kölluð á vettvang. Hlaut konan, sem er um þrítugt, miklar bólgur í andliti, sýnilega áverka í andliti í formi sokkins auga og brotinnar tannar. Þá hlaut hún mar um allan líkamann. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn sent vinum konunnar skilaboð þar sem hann úthúðar sinni fyrrverandi sambýliskonu. Þá hefur hann sömuleiðis gripið til ummælakerfis vefmiðla og farið ófögrum orðum um konuna. Málið hefur verið þingfest og neitaði maðurinn sök. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Lögmaður konunnar fer fram á að maðurinn greiði konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
35 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Hann er sakaður um að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Árásin átti sér stað á heimili mannsins á höfuðborgarsvæðinu. Það var í maí í fyrra sem maðurinn réðst á konuna, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Ýtti hann henni í gólfið, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að öndunarvegi hennar. Tók hann fyrir vit hennar með annarri hendi, sló hana ítrekað í andlit og líkama, hélt henni niðri í gólfinu með báðum hnjám og sló ítrekað með olnboga í brjóstkassa. Ýtti hann andliti hennar niður í gólfið, beit í vinstri handlegg og reif í hár hennar. Á meðan á árásinni stóð hótaði hann konunni lífláti og svipti frelsi þegar hann meinaði henni útgöngu úr íbúðinni. Konan segist hafa ítrekað beðið um að fá að komast út og þegar hún komst að útidyrahurð á meðan árásinni stóð dró hann hana til baka. Þannig svipti maðurinn sambýliskonuna fyrrverandi frelsi í eina til tvær klukkustundir þar til hún komst úr íbúðinni og lögregla var kölluð á vettvang. Hlaut konan, sem er um þrítugt, miklar bólgur í andliti, sýnilega áverka í andliti í formi sokkins auga og brotinnar tannar. Þá hlaut hún mar um allan líkamann. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn sent vinum konunnar skilaboð þar sem hann úthúðar sinni fyrrverandi sambýliskonu. Þá hefur hann sömuleiðis gripið til ummælakerfis vefmiðla og farið ófögrum orðum um konuna. Málið hefur verið þingfest og neitaði maðurinn sök. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Lögmaður konunnar fer fram á að maðurinn greiði konunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira