Úthúðar fyrrverandi í skilaboðum til vina og athugasemdakerfum fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2017 22:00 Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn sent vinum konunnar skilaboð þar sem hann úthúðar sinni fyrrverandi sambýliskonu. Vísir/Getty 35 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Hann er sakaður um að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Árásin átti sér stað á heimili mannsins á höfuðborgarsvæðinu. Það var í maí í fyrra sem maðurinn réðst á konuna, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Ýtti hann henni í gólfið, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að öndunarvegi hennar. Tók hann fyrir vit hennar með annarri hendi, sló hana ítrekað í andlit og líkama, hélt henni niðri í gólfinu með báðum hnjám og sló ítrekað með olnboga í brjóstkassa. Ýtti hann andliti hennar niður í gólfið, beit í vinstri handlegg og reif í hár hennar. Á meðan á árásinni stóð hótaði hann konunni lífláti og svipti frelsi þegar hann meinaði henni útgöngu úr íbúðinni. Konan segist hafa ítrekað beðið um að fá að komast út og þegar hún komst að útidyrahurð á meðan árásinni stóð dró hann hana til baka. Þannig svipti maðurinn sambýliskonuna fyrrverandi frelsi í eina til tvær klukkustundir þar til hún komst úr íbúðinni og lögregla var kölluð á vettvang. Hlaut konan, sem er um þrítugt, miklar bólgur í andliti, sýnilega áverka í andliti í formi sokkins auga og brotinnar tannar. Þá hlaut hún mar um allan líkamann. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn sent vinum konunnar skilaboð þar sem hann úthúðar sinni fyrrverandi sambýliskonu. Þá hefur hann sömuleiðis gripið til ummælakerfis vefmiðla og farið ófögrum orðum um konuna. Málið hefur verið þingfest og neitaði maðurinn sök. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Lögmaður konunnar fer fram á að maðurinn greiði konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
35 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Hann er sakaður um að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu. Árásin átti sér stað á heimili mannsins á höfuðborgarsvæðinu. Það var í maí í fyrra sem maðurinn réðst á konuna, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Ýtti hann henni í gólfið, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að öndunarvegi hennar. Tók hann fyrir vit hennar með annarri hendi, sló hana ítrekað í andlit og líkama, hélt henni niðri í gólfinu með báðum hnjám og sló ítrekað með olnboga í brjóstkassa. Ýtti hann andliti hennar niður í gólfið, beit í vinstri handlegg og reif í hár hennar. Á meðan á árásinni stóð hótaði hann konunni lífláti og svipti frelsi þegar hann meinaði henni útgöngu úr íbúðinni. Konan segist hafa ítrekað beðið um að fá að komast út og þegar hún komst að útidyrahurð á meðan árásinni stóð dró hann hana til baka. Þannig svipti maðurinn sambýliskonuna fyrrverandi frelsi í eina til tvær klukkustundir þar til hún komst úr íbúðinni og lögregla var kölluð á vettvang. Hlaut konan, sem er um þrítugt, miklar bólgur í andliti, sýnilega áverka í andliti í formi sokkins auga og brotinnar tannar. Þá hlaut hún mar um allan líkamann. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn sent vinum konunnar skilaboð þar sem hann úthúðar sinni fyrrverandi sambýliskonu. Þá hefur hann sömuleiðis gripið til ummælakerfis vefmiðla og farið ófögrum orðum um konuna. Málið hefur verið þingfest og neitaði maðurinn sök. Aðalmeðferð í málinu fer fram í haust. Lögmaður konunnar fer fram á að maðurinn greiði konunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels