Sjómenn vilja láta mála Hjörleif á vegginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 18:02 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, „er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. Honum finnist það í stuttu máli „fáránlegt“ og með „hreinum ólíkindum“ að myndin sem honum hafi þótt mikil prýði sé horfin á braut. Um fátt annað sé rætt á kaffistofum sjómanna en um kollega þeirra á veggnum og hvað skuli koma í hans stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvarf sjómannsins sem málaður var á vegginn í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina árið 2015.Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þá sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. Í ljós hefur komið að einn maður öðrum fremur rak á eftir því að verkið yrði fjarlægt, fyrrverandi ráðherrann Hjörleifur Guttormsson sem býr á Vatnsstíg, skammt frá Sjávarútvegshúsinu. Í tölvupóstsamskiptum sínum við hina ýmsu embættismenn rak hann á eftir því að staðið yrði við fyrirheit þess efnis að myndin yrði einungis á veggnum til eins árs - eins og upphaflega hafi staðið til. Myndin fékk þó að lifa í tæp tvö ár og var málað yfir hana í sumar.Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt. Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi í dag sagðist Hjörleifur þó ekki vera „aðili þessa máls.“ Valmundur segir í samtali við Reykjavík sídegis að honum hafi þótt einkar viðeigandi að mynd af sjómanni prýddi þetta hús. Það sé sannarlega hús sjávarútvegarins enda hýsi það meðal annars Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið. Hann segir mikinn sjónarsviptir af sjómanninum og segist Valmundur hafa orðið „hálf klumsa“ þegar hann sá fréttir þess efnis að hann væri á bak og burt. Ekkert samráð var haft við Sjómannasambandið eða það látið vita að til stæði að fjarlægja verkið. „Myndin fannst mér alltaf til prýði og ég var alltaf stoltur þegar ég horfði á þessa mynd, að einhver skuli muna eftir íslenska sjómanninum,“ segir Valmundur. Hann segir að á fundum sínum í dag sé fátt annað rætt en hvað skuli koma á vegginn í stað sjómannsins. „Sumir vilja láta mála Hjörleif á vegginn,“ segir Valmundur, jafnvel í sjóstakk, en hann segist nú ekki sammála því. Honum þætti bót í máli að sjómaðurinn, eða einhver önnur falleg mynd af íslenska sjómanninum, kæmi á vegginn. „Það bara veitir ekki af því að minna á hann því þeim fáu sem eru eftir eigum við mikið að þakka,“ segir Valmundur en spjall hans við Reykjavík Sídegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, „er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. Honum finnist það í stuttu máli „fáránlegt“ og með „hreinum ólíkindum“ að myndin sem honum hafi þótt mikil prýði sé horfin á braut. Um fátt annað sé rætt á kaffistofum sjómanna en um kollega þeirra á veggnum og hvað skuli koma í hans stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvarf sjómannsins sem málaður var á vegginn í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina árið 2015.Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þá sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. Í ljós hefur komið að einn maður öðrum fremur rak á eftir því að verkið yrði fjarlægt, fyrrverandi ráðherrann Hjörleifur Guttormsson sem býr á Vatnsstíg, skammt frá Sjávarútvegshúsinu. Í tölvupóstsamskiptum sínum við hina ýmsu embættismenn rak hann á eftir því að staðið yrði við fyrirheit þess efnis að myndin yrði einungis á veggnum til eins árs - eins og upphaflega hafi staðið til. Myndin fékk þó að lifa í tæp tvö ár og var málað yfir hana í sumar.Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt. Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi í dag sagðist Hjörleifur þó ekki vera „aðili þessa máls.“ Valmundur segir í samtali við Reykjavík sídegis að honum hafi þótt einkar viðeigandi að mynd af sjómanni prýddi þetta hús. Það sé sannarlega hús sjávarútvegarins enda hýsi það meðal annars Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið. Hann segir mikinn sjónarsviptir af sjómanninum og segist Valmundur hafa orðið „hálf klumsa“ þegar hann sá fréttir þess efnis að hann væri á bak og burt. Ekkert samráð var haft við Sjómannasambandið eða það látið vita að til stæði að fjarlægja verkið. „Myndin fannst mér alltaf til prýði og ég var alltaf stoltur þegar ég horfði á þessa mynd, að einhver skuli muna eftir íslenska sjómanninum,“ segir Valmundur. Hann segir að á fundum sínum í dag sé fátt annað rætt en hvað skuli koma á vegginn í stað sjómannsins. „Sumir vilja láta mála Hjörleif á vegginn,“ segir Valmundur, jafnvel í sjóstakk, en hann segist nú ekki sammála því. Honum þætti bót í máli að sjómaðurinn, eða einhver önnur falleg mynd af íslenska sjómanninum, kæmi á vegginn. „Það bara veitir ekki af því að minna á hann því þeim fáu sem eru eftir eigum við mikið að þakka,“ segir Valmundur en spjall hans við Reykjavík Sídegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22
Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00