Gylfi og Guttagarður heilla alla Íslendinga Benedikt Bóas skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Það má búast við íslendingaflóði á leikjum á Goodison. NordicPhotos/Getty „Það er búið að koma mjög mikið af fyrirspurnum að undanförnu. Það eru greinilega mjög margir sem vilja sjá Gylfa spila og mér sýnist að Guttagarður sé málið,“ segir Þór Bæring hjá Gaman Ferðum en hann býður upp á ferðir til Liverpool-borgar ásamt miðum á Goodison Park, sem stundum hefur verið nefndur Guttagarður. Eftir að Gylfi skrifaði undir hjá Everton hefur sannkallað Everton-æði gripið landann. Samkvæmt svörum hjá knattspyrnuversluninni Jóa útherja var lítið til af Everton-búningum en búðin var með alla anga úti til að tryggja sér fleiri treyjur. Síminn stoppaði varla eftir að Gylfi skrifaði undir og eftirspurnin gríðarleg eftir bláa búningnum. Haraldur Örn Hannesson, formaður Everton-klúbbsins á Íslandi, er staddur á Krít en segir að einhver fjölgun hafi orðið á félagsmönnum. Næsti fundur klúbbsins er eftir leikinn gegn Manchester City á mánudag og býst Haraldur við að Ölver, þar sem klúbburinn hittist til að horfa á leiki, verði kjaftfullt. „Ég geri ráð fyrir að okkar félagsmenn mæti allir á Ölver og stuðningsmenn Gylfa sömuleiðis. Þetta verður trúlega fyrsti leikurinn hans gegn liði sem er spáð góðu gengi. Það má því búast við risamætingu.“ Árgjaldið í klúbbinn er 3.000 krónur en ekki er rukkað fyrir stuðningsmenn yngri en 18 ára. Þór segir að engir aðrir Norðurlandabúar séu í Everton sem skipti máli því Gaman Ferðir séu í samstarfi við norrænar ferðaskrifstofur um miða á leiki í ensku deildinni. „Ég geng í þennan lager og fyrst það eru engir aðrir Norðurlandabúar í liðinu þá er ég nokkuð öruggur um miða á Goodison. Á síðasta tímabili fóru Svíarnir villt og galið á leiki með Manchester United út af Zlatan Ibrahimovic og einokuðu þar með miðana þangað,“ segir hann. Örskömmu síðar hafði 10 manna hópur keypt sér miða á leik Everton og Watford sem er daginn eftir viðureign Manchester City og Arsenal. „Það var erfitt að komast til Swansea og fáir sem fóru þangað en það eru mun betri samgöngur til Liverpool þannig að ég sé fram á skemmtilegan vetur,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Það er búið að koma mjög mikið af fyrirspurnum að undanförnu. Það eru greinilega mjög margir sem vilja sjá Gylfa spila og mér sýnist að Guttagarður sé málið,“ segir Þór Bæring hjá Gaman Ferðum en hann býður upp á ferðir til Liverpool-borgar ásamt miðum á Goodison Park, sem stundum hefur verið nefndur Guttagarður. Eftir að Gylfi skrifaði undir hjá Everton hefur sannkallað Everton-æði gripið landann. Samkvæmt svörum hjá knattspyrnuversluninni Jóa útherja var lítið til af Everton-búningum en búðin var með alla anga úti til að tryggja sér fleiri treyjur. Síminn stoppaði varla eftir að Gylfi skrifaði undir og eftirspurnin gríðarleg eftir bláa búningnum. Haraldur Örn Hannesson, formaður Everton-klúbbsins á Íslandi, er staddur á Krít en segir að einhver fjölgun hafi orðið á félagsmönnum. Næsti fundur klúbbsins er eftir leikinn gegn Manchester City á mánudag og býst Haraldur við að Ölver, þar sem klúbburinn hittist til að horfa á leiki, verði kjaftfullt. „Ég geri ráð fyrir að okkar félagsmenn mæti allir á Ölver og stuðningsmenn Gylfa sömuleiðis. Þetta verður trúlega fyrsti leikurinn hans gegn liði sem er spáð góðu gengi. Það má því búast við risamætingu.“ Árgjaldið í klúbbinn er 3.000 krónur en ekki er rukkað fyrir stuðningsmenn yngri en 18 ára. Þór segir að engir aðrir Norðurlandabúar séu í Everton sem skipti máli því Gaman Ferðir séu í samstarfi við norrænar ferðaskrifstofur um miða á leiki í ensku deildinni. „Ég geng í þennan lager og fyrst það eru engir aðrir Norðurlandabúar í liðinu þá er ég nokkuð öruggur um miða á Goodison. Á síðasta tímabili fóru Svíarnir villt og galið á leiki með Manchester United út af Zlatan Ibrahimovic og einokuðu þar með miðana þangað,“ segir hann. Örskömmu síðar hafði 10 manna hópur keypt sér miða á leik Everton og Watford sem er daginn eftir viðureign Manchester City og Arsenal. „Það var erfitt að komast til Swansea og fáir sem fóru þangað en það eru mun betri samgöngur til Liverpool þannig að ég sé fram á skemmtilegan vetur,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira