Ferðamenn sníktu pítsuafganga á Laugaveginum: „Everything is so expensive here“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 13:30 Ferðamennirnir kátu frá Berlín gengu sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar en þeir segja ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag í Reykjavík. Helga MArgrét guðmundsdóttir Hópur íslenskra vinkvenna sat og naut sólarinnar á Laugaveginum í gær þegar fjóra ferðamenn bar að garði. Ferðamennirnir spurðu hvort í lagi væri að þeir borðuðu pítsuafganga sem vinkonurnar höfðu skilið eftir á diskum sínum. Að sögn einnar vinkonunnar á staðnum báru ferðamennirnir fyrir sig háu verðlagi á Íslandi. Helga Margrét Gunnarsdóttir gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hún og vinkonur hennar settust niður á veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Laugavegi, sleiktu sólina og pöntuðu sér pítsur. Þær náðu þó ekki að torga öllum sneiðunum en nokkrar voru eftir í lok máltíðar.Helga Margrét Gunnarsdóttir kom svöngum ferðamönnum til hjálpar á Laugaveginum í gær.Helga Margrét GuðmundsdóttirÞá komu aðvífandi fjórir ferðamenn, sem að sögn Helgu Margrétar virtust vera á þrítugsaldri, og spurðu hvort þeir mættu fá afgangana. Þeir gengu svo sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar, að því er Helga Margrét greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.„You know, everything is so expensive here“ Í samtali við Vísi segir Helga Margrét að ferðamennirnir, sem sögðust vera frá Berlín í Þýskalandi, hafi aðspurðir sagt ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag á Íslandi. „Það var bara „you know, everything is so expensive here,“ bara að þetta væri allt svo dýrt hérna á Íslandi.“ Þá segir hún ferðamennina, tvo karla og tvær konur, hafa verið hina allra venjulegustu túrista. „Þau voru alls ekki fátækleg eða neitt svoleiðis, bara venjulegir ferðamenn.“ Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins sneri að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði en sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Styrking krónunnar er þar talin spila stórt hlutverk.Svo krúttleg að þær gátu ekki sagt nei Vinkonurnar tóku vel í bón unga fólksins á Laugaveginum í gær en Helga Margrét segir sjálfsagt að sporna við matarsóun á þennan hátt. „Við hefðum líklega tekið afgangana með okkur en þau voru bara svo krúttleg að það var ekki hægt að segja nei við þau,“ segir Helga Margrét sem sýnir málinu fullan skilning. „Já, já, okkur fannst þetta aðallega bara fyndið. En bara flott hjá þeim, og gott að vera ekki að sóa mat.“ En er þetta í fyrsta sinn sem Helga Margrét fær dýrtíðina í Reykjavík, frá sjónarhorni túrista, svona beint í æð? „Já, ég hef allavega ekki lent í neinu svona áður.“Færslu Helgu Margrétar frá því í gær má skoða í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Hópur íslenskra vinkvenna sat og naut sólarinnar á Laugaveginum í gær þegar fjóra ferðamenn bar að garði. Ferðamennirnir spurðu hvort í lagi væri að þeir borðuðu pítsuafganga sem vinkonurnar höfðu skilið eftir á diskum sínum. Að sögn einnar vinkonunnar á staðnum báru ferðamennirnir fyrir sig háu verðlagi á Íslandi. Helga Margrét Gunnarsdóttir gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hún og vinkonur hennar settust niður á veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Laugavegi, sleiktu sólina og pöntuðu sér pítsur. Þær náðu þó ekki að torga öllum sneiðunum en nokkrar voru eftir í lok máltíðar.Helga Margrét Gunnarsdóttir kom svöngum ferðamönnum til hjálpar á Laugaveginum í gær.Helga Margrét GuðmundsdóttirÞá komu aðvífandi fjórir ferðamenn, sem að sögn Helgu Margrétar virtust vera á þrítugsaldri, og spurðu hvort þeir mættu fá afgangana. Þeir gengu svo sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar, að því er Helga Margrét greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.„You know, everything is so expensive here“ Í samtali við Vísi segir Helga Margrét að ferðamennirnir, sem sögðust vera frá Berlín í Þýskalandi, hafi aðspurðir sagt ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag á Íslandi. „Það var bara „you know, everything is so expensive here,“ bara að þetta væri allt svo dýrt hérna á Íslandi.“ Þá segir hún ferðamennina, tvo karla og tvær konur, hafa verið hina allra venjulegustu túrista. „Þau voru alls ekki fátækleg eða neitt svoleiðis, bara venjulegir ferðamenn.“ Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins sneri að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði en sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Styrking krónunnar er þar talin spila stórt hlutverk.Svo krúttleg að þær gátu ekki sagt nei Vinkonurnar tóku vel í bón unga fólksins á Laugaveginum í gær en Helga Margrét segir sjálfsagt að sporna við matarsóun á þennan hátt. „Við hefðum líklega tekið afgangana með okkur en þau voru bara svo krúttleg að það var ekki hægt að segja nei við þau,“ segir Helga Margrét sem sýnir málinu fullan skilning. „Já, já, okkur fannst þetta aðallega bara fyndið. En bara flott hjá þeim, og gott að vera ekki að sóa mat.“ En er þetta í fyrsta sinn sem Helga Margrét fær dýrtíðina í Reykjavík, frá sjónarhorni túrista, svona beint í æð? „Já, ég hef allavega ekki lent í neinu svona áður.“Færslu Helgu Margrétar frá því í gær má skoða í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira