Dáist að styrkleika eiginkonu sinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 18:45 Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Eiginmaður ungrar konu sem lamaðist í hjólreiðaslysi fyrr á árinu ætlar að gera allt sem hann getur til þess að koma henni aftur á fætur. Hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon á morgun og hefur safnað áheitum fyrir hátt í þrjár milljónir króna, en fram undan hjá þeim hjónum er kostnaðarsöm endurhæfing í Bandaríkjunum. Hann dáist að þrautseigju konu sinnar og segir stuðninginn hafa borið hana hálfa leið.Enginn háskaleikur Lára Sif Christensen, sem er 29 ára verkfræðingur og flugmaður, lenti í slysinu í maí síðastliðnum. Hún var á fjallahjóli með hjólahópi sínum í Öskjuhlíð þegar hún datt af hjólinu og lenti illa á bakinu, með þeim afleiðingum að hún varð fyrir mænuskaða og lamaðist fyrir neðan brjóst.Lára er komin inn á sjúkrahús í Denver þar sem hún fer í endurhæfingu. Heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er kostnaðarsöm, og safna nú yfir eitt hundrað aðstandendur hennar áheitum.„Hún segist ekki hafa verið á neinni ferð þannig að það var enginn háskaleikur í gangi. Það var ekki skráma á hjólinu, ekkert á hjálminum, og í raun ekki skráma á henni fyrir utan brotinn hrygg,“ segir Leifur Grétarsson, eiginmaður Láru. Leifur segir Láru hafa tekist vel á við meiðslin, og bætir við að hún geri allt sem hún tekur sér fyrir hendur vel, hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. „Hún er brjálæðislega mikil afrekskona í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún lærði verkfræði í háskóla og tók svo mastersgráðu í hagfræði. Þegar hún var búin með það og var að undirbúa sig fyrir vinnumarkaðinn þá fannst henni ekki alveg nógu spennandi að vinna við þetta þannig að hún ákvað að verða flugmaður, eins og pabbi sinn.“ Aðspurður segir hann Láru takast á við þennan breytta veruleika með mikilli þrautseigju. „Hún er bara að upplifa nýjan raunveruleika að vera lömuð og læra að nota hjólastól og læra að lifa daglegu lífi upp á nýtt. Hún er búin að eiga sín veiku móment, eins og er eðlilegt, en ef maður lítur yfir heildina – þessa þrjá mánuði síðan slysið var þá er hún búin að standa sig eins og algjör hetja.“Tekur sjálf þátt í maraþoninuLeifur og vinkonur Láru safna nú fé fyrir endurhæfingu í Bandaríkjunum, en það gera þau með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Söfnunin hefur gengið vonum fram og ætla yfir hundrað manns að hlaupa til styrktar Láru. Þá ætlar Lára sjálf að taka þátt í skemmtiskokkinu, en móðir hennar verður henni við hlið, henni til halds og trausts. Hann segir þennan mikla stuðning hafa gefið Láru mikinn kraft. Þá verði hann ævinlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt þeim lið, sem og íslenska heilbrigðiskerfinu og SEM – samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra. Stuðningurinn sé ómetanlegur. „Allar kveðjurnar sem eru búnar að berast okkur, bæði í gegnum Hlaupastyrk.is og persónulega, þær styrkja hana og hjálpa henni að komast áfram í gegnum daginn og byrja á þessu risastóra verkefni,“ segir Leifur. Leifur hefur safnað á þriðja milljón króna í áheitasöfnuninni, en í heildina hafa safnast tæplega átta milljónir króna, en hér er að finna styrktarsíðuna. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43 Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Lára Sif lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi. 11. júlí 2017 08:43
Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent